Enginn sáttatónn og skip enn við bryggju 5. júní 2012 06:00 Togarar lágu bundnir við bryggju í Vestmannaeyjum í gær eins og annars staðar á landinu. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Sjávarútvegsráðherra segir aðgerðir LÍÚ ekki koma til með að hafa áhrif. Hann hafi aldrei hafnað því að ræða við útvegsmenn. Framkvæmdastjóri LÍÚ neitar að um lögbrot sé að ræða og kallar eftir því að málið verði leyst í breiðri sátt. Skipafloti meðlima Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) liggur enn við bryggjur landsins í mótmælaskyni við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Formaður LÍÚ biður um lausn í sátt við hagsmunaaðila og sérfræðinga, en sjávarútvegsráðherra segir útvegsmenn hafa haft tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. „Ég kannast hvorki við að hafna því að hitta útvegsmenn né ræða við þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon og segir útvegsmenn hafa haft fullan aðgang að ferlinu. „Ég læt ekki stjórnast af þrýstingi af þessu tagi og læt menn hvorki njóta þess né gjalda þó þeir fari út í aðgerðir sem mér finnst sjálfum orka tvímælis.“ Um lögmæti aðgerðanna segir Steingrímur að um það megi deila. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að þær brytu í bága við lög. Í tilkynningu frá ASÍ er tekið undir þau sjónarmið. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, neitar að um lögbrot sé að ræða. „ASÍ vísar í lagagrein sem fjallar um vinnustöðvun, sem væri verkbann í okkar tilfelli. En þetta er ekki verkbann eða vinnustöðvun í skilningi laganna. Ef við förum í verkbann, sem ég vona að komi aldrei til, þá mun það snúa að sjómönnum og starfsfólki, en það er einmitt það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir. ASÍ er að snúa hlutunum á hvolf. Ég held að þau ættu frekar að koma við hlið okkar í þessu máli til að verja hagsmuni launafólks.“ Steingrímur segir frumvörpunum alls ekki stefnt gegn hagsmunum launafólks. „Málið snýst fyrst og fremst um sameign á auðlindinni og að eðlilegt afgjald sé greitt af henni.“ Aðspurður um frekari aðgerðir af hendi LÍÚ segir Friðrik að sú ákvörðun bíði seinni tíma. Hann segir útgerðarmenn vilja að lög um stjórn fiskveiða verði unnin í samstöðu atvinnugreinarinnar, stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga, „á vandaðan og yfirvegaðan hátt“.thorgils@frettabladid.is Tengdar fréttir „Skapar glundroða og óeiningu“ Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. 5. júní 2012 04:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir aðgerðir LÍÚ ekki koma til með að hafa áhrif. Hann hafi aldrei hafnað því að ræða við útvegsmenn. Framkvæmdastjóri LÍÚ neitar að um lögbrot sé að ræða og kallar eftir því að málið verði leyst í breiðri sátt. Skipafloti meðlima Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) liggur enn við bryggjur landsins í mótmælaskyni við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Formaður LÍÚ biður um lausn í sátt við hagsmunaaðila og sérfræðinga, en sjávarútvegsráðherra segir útvegsmenn hafa haft tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. „Ég kannast hvorki við að hafna því að hitta útvegsmenn né ræða við þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon og segir útvegsmenn hafa haft fullan aðgang að ferlinu. „Ég læt ekki stjórnast af þrýstingi af þessu tagi og læt menn hvorki njóta þess né gjalda þó þeir fari út í aðgerðir sem mér finnst sjálfum orka tvímælis.“ Um lögmæti aðgerðanna segir Steingrímur að um það megi deila. Forsætisráðherra sagði á þingi í gær að þær brytu í bága við lög. Í tilkynningu frá ASÍ er tekið undir þau sjónarmið. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍU, neitar að um lögbrot sé að ræða. „ASÍ vísar í lagagrein sem fjallar um vinnustöðvun, sem væri verkbann í okkar tilfelli. En þetta er ekki verkbann eða vinnustöðvun í skilningi laganna. Ef við förum í verkbann, sem ég vona að komi aldrei til, þá mun það snúa að sjómönnum og starfsfólki, en það er einmitt það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir. ASÍ er að snúa hlutunum á hvolf. Ég held að þau ættu frekar að koma við hlið okkar í þessu máli til að verja hagsmuni launafólks.“ Steingrímur segir frumvörpunum alls ekki stefnt gegn hagsmunum launafólks. „Málið snýst fyrst og fremst um sameign á auðlindinni og að eðlilegt afgjald sé greitt af henni.“ Aðspurður um frekari aðgerðir af hendi LÍÚ segir Friðrik að sú ákvörðun bíði seinni tíma. Hann segir útgerðarmenn vilja að lög um stjórn fiskveiða verði unnin í samstöðu atvinnugreinarinnar, stjórnmálaflokkanna og sérfræðinga, „á vandaðan og yfirvegaðan hátt“.thorgils@frettabladid.is
Tengdar fréttir „Skapar glundroða og óeiningu“ Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. 5. júní 2012 04:30 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Skapar glundroða og óeiningu“ Fjölmenni var á fundi landverkafólks og sjómanna í Vestmannaeyjum í gær og var þar samþykkt harðorð ályktun gegn fiskveiðifrumvörpum stjórnvalda. Þau séu „klárlega aðför að kjörum sjómanna og landverkafólks“ að mati fundarins og „skapi glundroða og óeiningu meðal þjóðarinnar“. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að sækja Eyjar heim til að heyra sjónarmið Eyjamanna. 5. júní 2012 04:30