Engir hjólastólar á Hverfisgötunni Birta Björnsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 20:00 Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað." Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Hverfisgötunni undanfarna mánuði og víða sér fyrir endann á þeim. Formaður samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra segir með ólíkindum að ekkert hafði verið hugsað fyrir aðgengi fyrir fatlaða í endurbótunum, því sé á flestum stöðum á götunni verulega ábótavant. „Kantarnir hér á götunni eru til að mynda svo háir að það eru aðeins þrír staðir á allri götunni sem við komumst upp á. Ef ég fer út úr bílnum á einhverju bílastæði með börnin með mér þarf ég að fara eina 300-400 metra á götunni þar til ég kemst upp á gangstéttina. Það virðist vera algjört hugsunarleysi með framkvæmdirnar hérna," segir Arnar Helgi Lárusson. „Það verður ekkert farið í þessar framkvæmdir aftur fyrr en kannski eftir 70 til 100 ár og við erum búin að bíða lengi eftir því að göturnar hérna verði teknar í gegn og svo er bara horft framhjá öllu aðgengi þegar farið er í þetta. Þetta er bara mjög sorglegt." Arnar Helgi bendir á ramp við Hverfisgötu 42, sem sé til fyrirmyndar. Þegar hann hafi spurst fyrir um tilkomu rampsins hafi hann fengið þau svör að hann hafi verið settur til þess að auðvelda aðgengi fyrir vörumóttöku og ruslafötur. „Það er farið betur með rusl í Reykjavík en fatlað fólk," segir Arnar. „Það má heldur ekki gleyma því að það eru ákveðnar byggingareglur í gildi sem á að fara eftir en hér hefur engu verið fylgt eftir. Kantar mega til dæmis ekki vera meira en þrír sentimetrar, en hér eru kantar allt upp í 10 til 12 sentimetrar. Eldra fólk og allir sem eiga erfitt með gang eiga eftir að eiga í vandræðum með þetta." Arnar segir að um fjórðung þjóðarinnar sé að ræða, það er alla þá einstaklinga sem eru sjón- og heyrnaskertir, sem og aldrað fólk auk þeirra sem eru hreyfihamlaðir. Hann segir að þó að við nokkrar verslanir á Hverfisgötuna sé ástandið ásættanlegt sé það grátegt að þetta sé enn staðreyndin árið 2014. Samskonar gagnrýni hafi komið upp við endurbætur á Laugarveginum fyrir nokkrum árum, en ekki hafi verið lært af reynslunni þar. Þá viti hann til þess að einhverjir verslunareigendur við Hverfisgötu hafi óskað eftir því að aðgengi við verslanir þeirra verði bætt, en það hafi ekki verið gert. „Við þegnar þessa lands eigum jafn mikinn rétt og aðrir á alla þessa staði. Ég er ekkert að tala um að það eigi að byggja lyftur utaná öll gömul tveggja hæða hús en þegar er verið að standa í framkvæmdum á annað borð og ekki er hugsað fyrir þessu er auðvitað fyrir neðan allar hellur," segir Arnar. „Þessi gata er ekki til fyrir mér, sem og verslanirnar við hana, verslunareigendur geta ekki verið sáttir við það að fjórðungi þjóðarinnar detti ekki í hug að koma hingað."
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira