Enn deilt um virði Hörpunnar - dómkvaddir matsmenn komnir í málið Valur Grettisson skrifar 3. júlí 2013 11:33 Harpan á fallegum degi. Er hún sautján milljarða króna virði eða sjö milljón króna virði? þÞað er stóra spurningin. Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum. Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum.
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira