Enn um Hörpu Ármann Örn Ármannsson skrifar 24. júlí 2012 06:00 Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Skoðun Pólitísk loforð Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í júlíbyrjun birtist í Fréttablaðinu stytt útgáfa af grein minni um Hörpu. Í greininni voru ein mistök, ég titlaði aðstoðarmann forstjóra, sem samkvæmt eigin upplýsingum tekur ekki við störfum fyrr en 1. ágúst, sem lögfræðing. Ég biðst velvirðingar á þessari rangfærslu. Forstjórinn getur upplýst okkur um þá menntun sem hún hefur til að bera til að vera hans sérstakur aðstoðarmaður ef honum sýnist svo þegar hann tekur til starfa. Að undanskildum tveim vinsamlegum e-mailum frá væntanlegum forstjóra hef ég engin viðbrögð fengið við grein minni. Sigursæll er góður vilji og ég vil gjarnan bíða og sjá hverju Halldór fær áorkað. Sennilega var það bjartsýni að búast við að forsætisráðherra eða borgarstjóri (eða þeirra aðstoðarmenn) tækju sig til að svara þeim spurningum sem koma fram í grein minni eða þá Pétur Eiríksson, stjórnarformaður ýmissa þeirra félaga sem reka Hörpu. Mér sýnist hann bera stóra ábyrgð á því sem sumir myndu kalla óhóflegt bruðl. Það sýnir hvar lýðræðið er á okkar landi að enda þótt stjórnmálamenn í orði kveðnu kvarti undan vantrausti almennings, þá kæra þeir sig kollótta þegar þeir eru beðnir að svara við spurningum sem margir vilja fá svar við. Ég hef fyrir gráglettni örlaganna verið að mestu búsettur í Frakklandi sl. áratug og verið m.a. að vinna að því að kenna Frökkum að meta afurðir Lýsis hf. Það er ekki auðhlaupið að því og í tvígang hefur mér ofboðið og ég skrifað forseta franska lýðveldisins bréf. Í bæði skiptin hef ég fengið svar á skömmum tíma og í annað skipti leiðréttingu minna mála og í hitt skiptið skýringar sem ég varð að sætta mig við. Svona virkar þó þrátt fyrir allt lýðræðið í Frakklandi þó það geri það augljóslega ekki á Íslandi. Í Lilju Eysteins Ásgrímssonar segir (eftir minni): Varðar mest til allra orða undirstaðan sé réttleg fundin. Galli við Hörpu er að mínu mati að undirstaðan er ekki réttleg fundin. Málefnið er gott en forsendurnar verða að vera réttar og öll umgjörð. Í grein minni um Hörpu var ég síst af öllu að gagnrýna þá sem byggðu Hörpu hörðum höndum. Handverk þeirra er til sóma og þeir mega vera stoltir af sínu verki. Það mun verða erfitt að leiðrétta þá undirstöðu sem Harpa er byggð á, en forsenda þeirra leiðréttinga er að fólk sé upplýst um þá miklu sóun sem hér hefur átt sér stað og hver er ábyrgur fyrir henni.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar