Enn um offramleiðslu lambakjöts Kristján E. Guðmundsson skrifar 21. desember 2010 06:15 Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun