Enn um offramleiðslu lambakjöts Kristján E. Guðmundsson skrifar 21. desember 2010 06:15 Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun