Enn um offramleiðslu lambakjöts Kristján E. Guðmundsson skrifar 21. desember 2010 06:15 Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru skrifaði ég grein hér í Fréttablaðið um offramleiðslu lambakjöts og greiðslu íslenskra skattgreiðenda með útflutningi á þeirri offramleiðslu. Föstudaginn 17. Des. svarar formaður landssamtaka sauðfjárbænda, Sindri Sigurgeirsson, þessari grein minni og þakka ég honum fyrir það. Hann heldur því hins vegar fram að gagnrýni mín eigi ekki lengur við, ég sé að gagnrýna stuðningskerfi sem hafi verið við líði fyrir 50 árum en nú sé öllu breytt. Lítum því á nokkrar staðreyndir málsins. Engin þjóð í heiminum styður eins mikið við sinn landbúnað og Íslendingar. Við erum á toppi OECD landa hvað það snertir. Fyrir utan óbeinan stuðning, s.s. tollvernd, námu beinar greiðslur úr ríkissjóði til landbúnaðarins á þessu ári rúmum 10 milljörðum króna. Þar af fékk sauðfjárræktin 3,1 milljarð. Sá styrkur er að mestu greiddur sem beingreiðslur til bænda fyrir hvert framleitt kg af kjöti. Enginn greinarmunur er gerður á því hvort kjötið fer til innanlandsneyslu eða útflutnings, eða eins og fram kemur í grein Sindra „... að ef framleiðslan eykst, þá dreifast fjármunirnir einfaldlega meira og stuðningurinn lækkar á hvert framleitt kíló". Heildarframleiðsla á árinu 2009 nam 8.841 tonnum . Ef farið er inná heimasíður sauðfjárbænda má fá þær upplýsingar að 3% aukning hafi orðið í heildarframleiðslu frá fyrra ári og að 36% framleiðslunnar fari til útflutnings. Það þýðir í reynd að 36% af beinum stuðningi íslenskra skattgreiðenda fer til „niðurgreiðslu" á lambakjöti til erlendra neytenda, sem er í krónum talið rumar 1100 milljónir. Þetta eru ekki 20, hvað þá 50 ára gamlar tölur heldur veruleiki dagsins í dag. Mér er vel kunnugt um þær breytingar sem gerðar hafa verið á stuðningskerfi landbúnaðarins í gegn um árin. Formlegar útflutningsbætur voru að sönnu lagðar niður 1992 eins og Sindri bendir á. Beinn stuðningur úr ríkissjóði við landbúnað hefur verið hugsaður til að brúa bilið á milli raunverulegs framleiðslukostnaðar (með teknu tilliti til sanngjarnra launa til bænda) og þess verðs sem markaðurinn hverju sinni gefur. Þetta hefur að hluta verið réttlætt á þeim grundvelli að neytendur væru í raun „að taka peningar úr vinstri vasa og setja yfir í þann hægri", ef ekki kæmi til stuðningurinn þyrftu menn að greiða fullan framleiðslukostnað og þar með hærra vöruverð. Þetta horfir öðru vísi við þegar farið er að greiða í stórum stíl niður útflutning, ég kalla það útflutningsbætur. Mér sýnist á tölum Sindra að þær nemi nálægt helming af tekjunum af útflutningnum. Nú skal það tekið fram að mér er vel til bændastéttarinnar og á þar góð vini. Þar er mikið af fjölfróðu fólki, þó þar sé, sem annars staðar, misjafn sauður í mörgu fé. Ég geri mér líka grein fyrir þeim vanda fyrir mörg sveitarfélög sem fylgir þeirri byggðaröskun sem fækkun í bændastétt þýðir. Hins vegar hefur orðið mikil framleiðniaukning í landbúnaði og mun gera það í vaxandi mæli. Á sama tíma verðum við að gera okkur grein fyrir þeim miklu breytingum sem orðið hafa á neysluvenjum þjóðarinnar. Það þarf því að breyta stuðningskerfinu í græna styrki og draga úr framleiðslu. Svo óska ég íslenskum sauðfjárbændum árs og friðar og vona að þeir eigi gleðileg jól.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun