Enn um styrk fræðasviða og mikilvægi hugvísinda Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur í þremur greinum í Fréttablaðinu kynnt nýja stefnu í háskólamálum og í frumvarpi til fjárlaga, þar sem frekari niðurskurður í fjármögnun háskóla er boðaður ásamt breytingum á reiknilíkani sem notað er til að skipta fjárveitingum milli háskólanna, kemur einnig fram ákveðin stefna. Af sumu sem hefur verið ritað í kjölfarið mætti ætla að nú eigi að flytja fé í stórum stíl úr „hörðum“ greinum yfir í „mjúkar“ og að þetta muni draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar og valda samfélaginu varanlegu tjóni. Kennsluframlög til háskólanna eru reiknuð út miðað við áætlaðan fjölda nemenda á fræðasviðum háskólanna og hvað hver nemandi er talinn kosta á einu ári að meðaltali. Nú er augljóslega misdýrt að mennta nemendur eftir því í hvaða námi þeir eru og þeir eru því flokkaði í misháa reikniflokka. Þannig er ódýrara að halda úti námi sem byggist nær eingöngu á fyrirlestrum sem margir nemendur geta sótt í einu en námi sem byggist á verkefnavinnu, þjálfun á rannsóknastofu eða vettvangi eða námi sem mjög fáir nemendur stunda, að ekki sé talað um listnám sem fer jafnvel fram í einkatímum. Tækjakostur og aðbúnaður er auðvitað misdýr en munur á kostnaði skýrist að miklu leyti af eðli kennslunnar og hópastærð. Tannlæknanám er í dýrasta reikniflokki vegna þess að þar eru einungis teknir inn örfáir nemendur á hverju ári. Nám í hugvísindum og félagsvísindum er metið langódýrast og það hefur lengi verið vitað að lægsti reikniflokkurinn er of lágur. Hann virkar þar sem hægt er að kenna í stórum hópum en nám á þessum sviðum fer alls ekki allt þannig fram. Vandamálið hefur verið sérstaklega áberandi í hugvísindum þar sem eru margar mikilvægar námsgreinar með fáum nemendum, sérstaklega í tungumálum. Kennsluaðferðir hafa líka þróast á undanförnum árum og á seinni stigum náms er meira gert úr verkefnavinnu, málstofum og öðru sem skilar mun betri árangri en fyrirlestrar en getur ekki farið fram í stórum hópum. Reikniflokkarnir hafa ekki fylgt þessari þróun eftir. Af þessum sökum þurftu hugvísindin við Háskóla Íslands þegar árin fyrir hrun að hagræða mjög í rekstri. Endurskoðun á vægi reikniflokka var því nauðsynleg en er vonandi bara fyrsta skref í stærri endurskoðun á reiknilíkaninu þar sem kennslufyrirkomulag á öllum fræðasviðum verður skoðað. Síðustu daga hefur mikið verið gert úr breyttum áherslum í háskólamálum sem koma fram í leiðréttu reiknilíkani, þar sem lægsti flokkurinn hækkar hlutfallslega (þó hann lækki í krónutölu) en hærri flokkarnir lækka til að mæta mismuninum (fyrir utan hjúkrunarfræðina sem er eini flokkurinn sem hækkar). Kennarar í Raunvísindadeild Háskóla Íslands mótmæla þessum breytingum, málið fær talsverða umfjöllun í utandagskrárumræðu um háskólamál á Alþingi 18. október sl. og í nokkrum aðsendum greinum í Fréttablaðinu hefur breytingunum verið mótmælt. Mótmælin byggjast á þeirri skoðun að með þessu sé verið að grafa undan nýsköpun og þekkingariðnaði í landinu og þar með draga úr samkeppnishæfni þjóðarinnar. Nú er engin ástæða til að efast um mikilvægi raunvísinda, verkfræði og tæknigreina en vert að benda á að án öflugs háskólanáms og rannsókna í hugvísindum verður samfélagið ekki bara menningarlega fábreyttara heldur mun það líka draga úr hæfni okkar til nýsköpunar og gera hana fátæklegri. Við þurfum fólk með góða þekkingu á erlendum tungumálum og þjóðum meira en nokkru sinni fyrr til að styrkja okkur í samfélagi þjóðanna sem og þekkingu á menningu okkar og sögu, m.a. til að menningartengd ferðaþjónusta – sem er einn af vaxtasprotunum í atvinnulífi Íslands – velti sér ekki upp úr yfirborðsmennsku og tómu sjálfshóli. Við þurfum umfram allt fólk sem kann að lesa, túlka og gagnrýna til að við komumst áfram á styrkari grunni en við byggðum á síðastliðin ár. Til að þetta verði þarf öflugt nám og rannsóknir í hugvísindum.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun