Enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar Gunnar Jóhannesson skrifar 18. júlí 2013 07:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 4. júlí síðastliðinn átelur Sigurður Hólm Gunnarsson mig fyrir að misskilja hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag. Að mati Sigurðar mun slíkur misskilningur vera algengur hjá „prestlærðu fólki“. Tilefnið er gagnrýni mín á stefnuskrá Siðmenntar þar sem ég bendi á þá mótsögn sem, að mínu mati, er fólgin í því að krefjast þess í nafni veraldlegrar lífsskoðunar að hið opinbera „starf[i] eftir veraldlegum leikreglum“ en þó „án merkimiða einstakra trúar- eða lífsskoðunarfélaga“. Nú má lengi ræða um merkingu hugtaka og getur það jafnan verið til góðs og til þess fallið að skerpa umræðuna. Ég á þó ekki von á því að slík umræða verði frjó og gefandi í þessu tilfelli og því vil ég leyfa mér að árétta það sem ég hef sagt. Sigurður segir að „með veraldlegu samfélagi [sé] reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun“. Án þess að fjölyrða um þessa tiltölulega þröngu skilgreiningu vil ég leyfa mér að staðhæfa að slík krafa er ekki hlutlaus í eðli sínu heldur leiðir af tiltekinni lífsskoðun sem kenna má við veraldarhyggju. Sú lífsskoðun sem Siðmennt stendur vörð um og grundvallar stefnu sína á – siðrænn húmanismi – er af þeirri rót sprottin. Nú er það svo að ein algengasta leiðin til að hafa taumhald á og lágmarka samfélagsleg áhrif trúar og trúarbragða er að einskorða þau við hið persónulega svið. Sú þróun er langt gengin í hinum vestræna heimi og þykir slíkt fyrirkomulag sjálfgefið í dag. Eins og Sigurður segir berst Siðmennt fyrir veraldlegu samfélagi með siðrænan húmanisma að vopni. Engu að síður áréttar hann að í „veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum“. Í þessu er fólgin mótsögn að mínu mati, sem Sigurði Hólm tekst ekki að breiða yfir þrátt fyrir góðan vilja og að væna mig um misskilning.Þvert á hugmyndir um frelsi Þess misskilnings kann að gæta í andsvörum Sigurðar Hólms að með gagnrýni minni á stefnu Siðmenntar sé fólgin krafa um opinbera trúvæðingu samfélagsins. Svo er alls ekki, enda myndi slíkt ganga gegn því frelsi sem „tryggir öllum rétt til að trúa og tjá skoðanir sínar alls staðar“, eins og Sigurður bendir réttilega á. Hitt er annað mál – og á það vil ég leggja áherslu – að sérhver tilraun til að móta veraldlegt samfélag, eða byggja samfélag sem lýtur „veraldlegum leikreglum“, eins og segir í stefnu Siðmenntar, þar sem áhrif trúar og trúarbragða eru lágmörkuð eða útilokuð, er ævinlega fólgin í því ryðja einni lífsskoðun úr vegi til að rýma fyrir annarri. Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum “ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar. Slíkt samfélagslegt fyrirkomulag er í raun kristið í eðli sínu enda má lesa það út úr orðum Jesú Krists, sem sagði: „Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark 12.17) En af því leiðir ekki að „trú“ og hið „trúarlega“, eins og það er venjulega skilið, eigi ekki eða megi ekki vera sýnilegur og jafnvel grundvallandi þáttur í samfélaginu eða láta til sín taka á opinberum vettvangi og hafa þar áhrif. Að girða „trú“ og hið „trúarlega“ af með einhverjum hætti, gera það hornreka í samfélaginu, og leitast við að þagga niður rödd þess – eins og lesa má út úr yfirlýsingu Siðmenntar – gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar. Slíkt er, þegar allt kemur til alls, tilraun til að svipta fólk þeim réttindum, með það að marki að gera eigin skoðunum og viðhorfum hærra undir höfði og skipa þeim í öndvegi innan samfélagsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun