Enn um yfirvofandi menningarslys Stefán Edelstein skrifar 8. mars 2011 06:00 Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í málefnum tónlistarskólanna í Reykjavík: Niðurskurðarmeistarar borgarinnar hafa ákveðið að skerða fjárframlög til þessa málaflokks um 11% hið minnsta árið 2011. Þar sem ekki er hægt að „hagræða" á miðju skólaári kemur þessi niðurskurður með fullum þunga á síðustu fjóra mánuði ársins (sem eru fyrstu fjórir mánuðir skólaársins 2011-2012) og verður 33%. Þessi hrikalegi niðurskurður er þó háður því að samningar takist milli ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki yfir kostnað nemenda sem eru eldri en 16 ára og eru í tónlistarnámi. Takist samningar ekki um þetta atriði yrði niðurskurðurinn 18% árið 2011 eða 54% síðustu fjóra mánuði ársins. Það sér hver heilvita maður að ekkert fyrirtæki þolir slíkan niðurskurð, og þarf þá hvorki að nefna 33% eða 54% í þessu samhengi. Rétt er að bæta því við að þessi niðurskurður á að koma ofan á 14% niðurskurð 2009-2010. Viðræður við ríkið lofa góðu þegar þetta er ritað en ekkert er þó enn fast í hendi. Hvað liggur að baki þessum gífurlega niðurskurði af hálfu Reykjavíkurborgar á starfsemi tónlistarskólanna? Reyndar er verið að skera niður í allri skólastarfsemi borgarinnar frá leikskóla og upp grunnskólann. Þetta er skuggaleg þróun. Frekar ætti að gefa í og vernda alla þætti skólastarfseminnar og styðja þar með við börn og unglinga borgarinnar á þessum erfiðum tímum. Ef rýnt er í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2011 kemur hvergi fram sambærilegur niðurskurður til nokkurs málaflokks eða fyrirtækis borgarinnar eins og til tónlistarskólastarfseminnar. Niðurskurður til grunnskóla er 3,9%!! Ef hann væri sambærilegur og yfirfærðist á tónlistarskólana yrði hann u.þ.b. 12% mánuðina september-desember 2011. Þótt slæmur væri, gætu tónlistarskólarnir hugsanlega ráðið við þá stærðargráðu. Spurningunni er enn ósvarað hvers vegna er gengið svona hart að starfsemi tónlistarskólanna. Hvers vegna leggur meirihlutinn í menntaráði þessa ofuráherslu á niðurskurðinn í þessum málaflokki? Það er alkunna að pólítíkusar hugsa í almanaksárum og í besta falli í fjögurra ára tímabilum (þ.e. kjörtímabilum). Þeim virðist ofviða að skilja að skólastarf er þróunarstarf sem tekur áratugi að byggja upp. Ef óbreytt niðurskurðaráform meirihlutans á tónlistarskólastarfsemi ganga eftir þá er verið að rústa áratuga uppbyggingu skólanna og má líta á þessa aðför sem hermdarverk. Það skyldi þó ekki verða svo, að illa ígrunduð og óupplýst ákvarðanataka núverandi meirihluta í borgarstjórn muni ríða starfsemi tónlistarskólanna að fullu og valda þar með meiriháttar menningarslysi sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar á tónlistarmenntun og tónlistarmenningu íslensku þjóðarinnar? Gera þessir skammsýnu kjörnu fulltrúar í borgarstjórn og niðurskurðarhjálparhellur þeirra sér ekki grein fyrir því að með því að ná kyrkingartaki á tónlistarskólunum þá eru þeir að eyðileggja grasrótina og koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun í atvinnumennsku í tónlist um alla framtíð? Hve langur tími mun líða þangað til tónlistardeildin í Listaháskóla Íslands mun leggjast af? Hve langur tími mun líða þangað til farið verður að flytja inn erlenda hljóðfæraleikara til að manna Sinfóníuhljómsveit Íslands? Verða þá nöfn eins og Björk, Sigurður Flosason, Víkingur Heiðar, Sigrún Eðvaldsdóttir (og hundruð til viðbótar) einhverjir verðmætir tónlistarsteingervingar í minni íslendinga? Það stórkostlega uppbyggingarstarf sem hófst með lagasetningu um starfsemi tónlistarskólanna í tíð Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, er nú í bráðri hættu. Ef þessi boðaði niðurskurður verður ekki dreginn til baka mun það varpa tónlistarmenntun og tónlistarmenningu Íslendinga 40-50 ár aftur í tímann. Besti flokkurinn og Samfylkingin í meirihlutanum munu þá bera ábyrgð á þessu menningarslysi og geta þá eytt tíma sínum í að finna heppilega grafskrift á leiði tónlistarskólanna fyrir síðustu krónurnar sem fara í þennan málaflokk.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun