Innlent

Enn varað við hjálpsömu tölvuþrjótunum

Ríkislögreglustjóri telur ástæðu til þess að vara við tölvuþrjótum sem undanfarna daga hafa hringt í fólk á Íslandi undir því yfirskyni að þeir starfi hjá tölvufyrirtækinu Microsoft.

Fólki er sagt að það hafi uppgötvast tölvuvírus í tölvu viðkomandi og boðin er fram aðstoð til þess að lagfæra vandann í gegnum síma. Fólk er beðið um að sýna varkárni og ekki undir neinum kringumstæðum að láta glepjast af slíkum tilboðum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessari aðferð er beitt, en þrjótarnir reyndu fyrr á þessu ári sömu aðferðir. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið fyrir bragðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×