Epli og könglar Eiríkur Smári Sigurðarson skrifar 30. október 2013 06:00 Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarnar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru einfaldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stigin mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veginn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birtist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísindamanna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mælikvarðann.Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsóknastarfs. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viðurkenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verkfræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöður rannsókna í bókum eða ritgerðum sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birtir árlega (https://fivu.dk/publikationer/2012/filer-2012/forskningsbarometer-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðisvísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlutfallið 52%. Greinar í ritgerðasöfnum eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrirfram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vísindanna.Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svokölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunnur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvísindum. Því er hann góður grunnur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI-grunninum ómarktækan.Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minnast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla tölfræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sameinist um greinar. Þegar doktorsnemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavísindum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísindum. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höfunda í hugvísindum en í heilbrigðisvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleitur. Vissulega má ræða innbyrðis styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarnar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru einfaldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stigin mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veginn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birtist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísindamanna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mælikvarðann.Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsóknastarfs. Um það eru flestir sammála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viðurkenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verkfræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöður rannsókna í bókum eða ritgerðum sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birtir árlega (https://fivu.dk/publikationer/2012/filer-2012/forskningsbarometer-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðisvísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlutfallið 52%. Greinar í ritgerðasöfnum eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrirfram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vísindanna.Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svokölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunnur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvísindum. Því er hann góður grunnur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum greinum í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI-grunninum ómarktækan.Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minnast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla tölfræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sameinist um greinar. Þegar doktorsnemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavísindum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísindum. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höfunda í hugvísindum en í heilbrigðisvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleitur. Vissulega má ræða innbyrðis styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar