Er ávinningur endurútreiknings í reynd kominn fram? Gunnlaugur Kristinsson skrifar 10. júní 2011 15:03 Raunvísindastofnun Háskólans hefur að beiðni Umboðsmanns skuldara lagt fram greinargerð um endurútreikning gengistryggðra lána. Um skýrsluna er fátt annað hægt að segja en að varast ber um of að draga af henni ályktanir aðra en þá að bílalánafyrirtækin beita mismunandi aðferðum við endurútreikninga sína og að allir bankarnir beita sömu aðferðarfræði við endurútreikning íbúðarlána. Þá er umhugsunarefni að í skýrslunni eru stærðfræðingar fengnir til að leggja mat á ýmis lagaleg sjónarmið en ekki lögfræðingar. Ekki er ég að draga úr getu þessara manna til að reikna en ég velti fyrir mér þeim forsendum sem þeir gefa sér í útreikningunum, forsendum sem byggja á lagalegum grunni. Þess ber að geta að hvorki Lagastofnun HÍ né HR sáu sér fært að veita álit á réttri túlkun laganna þrátt fyrir beiðni Umboðsmanns skuldara. Skýrsluhöfundar virðast taka þá afstöðu að horfa fram hjá ákvæðum uppgjörsreglu laga nr. 151/2010 og ætlað var að vera „nákvæm uppgjörsregla“. Telja þeir sýnidæmi það sem sett er fram í greinargerð með lögunum vera ónothæft. Undir það er hægt að taka og sýnir í reynd hversu óvönduð og viðvaningsleg lagasetningin var. Þess í stað taka þeir undir þá aðferðarfræði sem bankarnir völdu til endurútreiknings íbúðarlána, leið sem bankarnir höfðu samráð um að beita. Draga þeir, með óskiljanlegum rökstuðningi, þá ályktun að heimilt sé að vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu. Hvergi er getið um þá heimild í hinni nákvæmu uppgjörsreglu og er vaxtavöxtun í raun í andstöðu við inntak og anda uppgjörsreglunnar. Þetta hafa þingmenn sem komu að setningu laganna staðfest við mig. Beiting vaxtavöxtunar er jafnframt í andstöðu við skoðun Umboðsmanns skuldara og skýrt kom fram á fundi sem undirritaður átti ásamt fleirum með Umboðsmanni skuldara og sérfræðingum hans í byrjun apríl sl. Í aðferðinni fer höfuðstólsfærsla vaxta fram, fyrr en heimilt er samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu því í lok síðasta útreikningstímabilsins er vöxtum bætt við höfuðstól þrátt fyrir að 12 mánuðir séu ekki liðnir frá síðustu höfuðstólsfærslu vaxta. Engin tilraun er gerð til að leiðrétta það t.d. með afvöxtun þess tímabils. Þetta fæst ekki staðist. Ekki er annað hægt en að draga í efa niðurstöðu skýrsluhöfunda um að mismunurinn á milli aðferða við útreikning bílalána og húsnæðislána sé líklega 3-5%, eins og segir í skýrslunni. Undirritaður er með í höndum útreikninga á raunverulegum bílasamningi sem tekinn var á árinu 2006 og sýnir 8% mismun á milli aðferða. Munurinn getur hæglega orðið meiri, allt eftir greiðslusögu lánsins. Raunveruleikinn er því annar og bitrari en fræðilegur samanburður út frá fyrirfram gefnum forsendum sem skýrsluhöfundar virðast byggja niðurstöðu sína á. Munurinn er því í besta falli 3-5% á milli aðferða en mun meiri í mjög mörgum tilfella. Í greinargerðinni er ekki tekið á alvarlegum misbeitingum fjármálafyrirtækjanna í endurútreikningum sínum. Má þar nefna hvernig SP fjármögnun tekur ekki tillit til skilmálabreytinga í ímynduðum lánum sínum eða hvernig Lýsing lætur gjalddaga falla og reiknar þar með ígildi dráttarvaxta á tímabili sem fyrirtækið tók einhliða ákvörðun um að stöðva innheimtu á. Þá er ekki leitast við að svara spurningum eins og hvers vegna Íslandsbanki beitir annarri aðferð við útreikning bílalána en íbúðarlána. Eða hvers vegna SP fjármögnun, 100% dótturfélag Landsbankans, beitir annarri reikniaðferð en móðurfélagið. Jafnframt er ekki velt vöngum yfir endurreikningi vaxta sem ná lengra aftur í tímann en fjögur ár, eins og bankarnir eru að framkvæma, en samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er óheimilt að endurreikna. Greinargerðin hefur í reynd ekkert nýtt fram að færa og ef niðurstöður hennar eru réttar þá gera þær ekki annað en að styrkja þá skoðun að lögin voru ekki sett til handa lánþegum heldur til að vernda hagsmuni fjármálafyrirtækjanna og þar með er staðfest að þeim er heimilt að ganga lengra í vaxtaútreikningi sínum en vaxtalögin heimiluðu fyrir setningu laga nr. 151/2010. Flestir þeir sem tóku gengisbundin lán, sér í lagi til húsnæðiskaupa, standa mun verr eftir þennan endurútreikning en ef þeir hefðu tekið íslenskt verðtryggt lán á þeim kjörum sem þeir höfðu val um á þeim tíma. Er þetta ávinningurinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra ætlaði lögunum og endurútreikningnum? Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ætti að varast að klappa saman höndum og mæra starfsfólk fjármálafyrirtækjanna og embættis Umboðsmanns skuldara fyrir vel unnin störf á grundvelli þessarar greinargerðar, eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins 29. maí 2011. Vel unnin störf fyrir hvað? Að hafa beitt öllum þeim klækjum sem hægt er til að fita höfuðstólinn í þessum endurútreikningum? „Mældu rétt strákur“ eru orð sem óneitanlega koma upp í huga manns við lestur skýrslu Raunvísindastofnunar Háskólans og þeirra yfirgengilegu viðbragða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Raunvísindastofnun Háskólans hefur að beiðni Umboðsmanns skuldara lagt fram greinargerð um endurútreikning gengistryggðra lána. Um skýrsluna er fátt annað hægt að segja en að varast ber um of að draga af henni ályktanir aðra en þá að bílalánafyrirtækin beita mismunandi aðferðum við endurútreikninga sína og að allir bankarnir beita sömu aðferðarfræði við endurútreikning íbúðarlána. Þá er umhugsunarefni að í skýrslunni eru stærðfræðingar fengnir til að leggja mat á ýmis lagaleg sjónarmið en ekki lögfræðingar. Ekki er ég að draga úr getu þessara manna til að reikna en ég velti fyrir mér þeim forsendum sem þeir gefa sér í útreikningunum, forsendum sem byggja á lagalegum grunni. Þess ber að geta að hvorki Lagastofnun HÍ né HR sáu sér fært að veita álit á réttri túlkun laganna þrátt fyrir beiðni Umboðsmanns skuldara. Skýrsluhöfundar virðast taka þá afstöðu að horfa fram hjá ákvæðum uppgjörsreglu laga nr. 151/2010 og ætlað var að vera „nákvæm uppgjörsregla“. Telja þeir sýnidæmi það sem sett er fram í greinargerð með lögunum vera ónothæft. Undir það er hægt að taka og sýnir í reynd hversu óvönduð og viðvaningsleg lagasetningin var. Þess í stað taka þeir undir þá aðferðarfræði sem bankarnir völdu til endurútreiknings íbúðarlána, leið sem bankarnir höfðu samráð um að beita. Draga þeir, með óskiljanlegum rökstuðningi, þá ályktun að heimilt sé að vaxtavaxta samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu. Hvergi er getið um þá heimild í hinni nákvæmu uppgjörsreglu og er vaxtavöxtun í raun í andstöðu við inntak og anda uppgjörsreglunnar. Þetta hafa þingmenn sem komu að setningu laganna staðfest við mig. Beiting vaxtavöxtunar er jafnframt í andstöðu við skoðun Umboðsmanns skuldara og skýrt kom fram á fundi sem undirritaður átti ásamt fleirum með Umboðsmanni skuldara og sérfræðingum hans í byrjun apríl sl. Í aðferðinni fer höfuðstólsfærsla vaxta fram, fyrr en heimilt er samkvæmt 12. gr. laga um vexti og verðtryggingu því í lok síðasta útreikningstímabilsins er vöxtum bætt við höfuðstól þrátt fyrir að 12 mánuðir séu ekki liðnir frá síðustu höfuðstólsfærslu vaxta. Engin tilraun er gerð til að leiðrétta það t.d. með afvöxtun þess tímabils. Þetta fæst ekki staðist. Ekki er annað hægt en að draga í efa niðurstöðu skýrsluhöfunda um að mismunurinn á milli aðferða við útreikning bílalána og húsnæðislána sé líklega 3-5%, eins og segir í skýrslunni. Undirritaður er með í höndum útreikninga á raunverulegum bílasamningi sem tekinn var á árinu 2006 og sýnir 8% mismun á milli aðferða. Munurinn getur hæglega orðið meiri, allt eftir greiðslusögu lánsins. Raunveruleikinn er því annar og bitrari en fræðilegur samanburður út frá fyrirfram gefnum forsendum sem skýrsluhöfundar virðast byggja niðurstöðu sína á. Munurinn er því í besta falli 3-5% á milli aðferða en mun meiri í mjög mörgum tilfella. Í greinargerðinni er ekki tekið á alvarlegum misbeitingum fjármálafyrirtækjanna í endurútreikningum sínum. Má þar nefna hvernig SP fjármögnun tekur ekki tillit til skilmálabreytinga í ímynduðum lánum sínum eða hvernig Lýsing lætur gjalddaga falla og reiknar þar með ígildi dráttarvaxta á tímabili sem fyrirtækið tók einhliða ákvörðun um að stöðva innheimtu á. Þá er ekki leitast við að svara spurningum eins og hvers vegna Íslandsbanki beitir annarri aðferð við útreikning bílalána en íbúðarlána. Eða hvers vegna SP fjármögnun, 100% dótturfélag Landsbankans, beitir annarri reikniaðferð en móðurfélagið. Jafnframt er ekki velt vöngum yfir endurreikningi vaxta sem ná lengra aftur í tímann en fjögur ár, eins og bankarnir eru að framkvæma, en samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda er óheimilt að endurreikna. Greinargerðin hefur í reynd ekkert nýtt fram að færa og ef niðurstöður hennar eru réttar þá gera þær ekki annað en að styrkja þá skoðun að lögin voru ekki sett til handa lánþegum heldur til að vernda hagsmuni fjármálafyrirtækjanna og þar með er staðfest að þeim er heimilt að ganga lengra í vaxtaútreikningi sínum en vaxtalögin heimiluðu fyrir setningu laga nr. 151/2010. Flestir þeir sem tóku gengisbundin lán, sér í lagi til húsnæðiskaupa, standa mun verr eftir þennan endurútreikning en ef þeir hefðu tekið íslenskt verðtryggt lán á þeim kjörum sem þeir höfðu val um á þeim tíma. Er þetta ávinningurinn sem efnahags- og viðskiptaráðherra ætlaði lögunum og endurútreikningnum? Efnahags- og viðskiptaráðuneytið ætti að varast að klappa saman höndum og mæra starfsfólk fjármálafyrirtækjanna og embættis Umboðsmanns skuldara fyrir vel unnin störf á grundvelli þessarar greinargerðar, eins og fram kemur á vef Morgunblaðsins 29. maí 2011. Vel unnin störf fyrir hvað? Að hafa beitt öllum þeim klækjum sem hægt er til að fita höfuðstólinn í þessum endurútreikningum? „Mældu rétt strákur“ eru orð sem óneitanlega koma upp í huga manns við lestur skýrslu Raunvísindastofnunar Háskólans og þeirra yfirgengilegu viðbragða efnahags- og viðskiptaráðuneytisins við henni.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun