Er ekki nóg atvinnuleysi? Unnsteinn Jónsson skrifar 10. maí 2012 06:00 Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ef Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fær að ráða, þá fer störfum við íslenska bjórframleiðslu að fækka. Í staðinn flytjast þau til útlanda. Ögmundur vill nefnilega skella í lás á alla möguleika til að kynna íslenska bjórframleiðslu hér á landi. Innanríkisráðherra reynir að fá samþykkt á Alþingi frumvarp um svokallað hert bann við áfengisauglýsingum. Samkvæmt frumvarpinu má ekki segja eitt aukatekið orð um íslenskan bjór (eða annað áfengi) opinberlega. 10 milljón króna sekt liggur við broti á því banni. Lögunum er bersýnilega stefnt gegn því hófstillta markaðsstarfi sem íslenskir bjórframleiðendur hafa stundað í gegnum árin. Þeir hafa stutt tónleikahald á vínveitingastöðum og fengið í staðinn að minnast á vörumerki sín. Léttölsauglýsingar hafa skemmt landanum um árabil. Tilgangurinn hefur sá einn verið að fá neytendur til að velja innlenda framleiðslu umfram erlenda og það hefur svo sannarlega tekist. Sala á íslenskum bjór nemur rúmlega 70% af allri bjórsölu hér á landi. Framleiðsla, sala og dreifing á íslenskum bjór skapar ekki færri en 150 störf. Tæpur helmingur þessara starfa er í Eyjafirði og á Suðurlandi. Ef ekki væri fyrir markaðsstarfið, þá hefði þessi árangur aldrei náðst. Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur innanríkisráðherra fengið þá grillu í höfuðið að bann við kynningu á bjórvörumerkjum muni vernda heilsu almennings fyrir skaðvænlegum afleiðingum áfengisneyslu (þetta stendur orðrétt í frumvarpinu). Heldur ráðherrann virkilega að draga muni úr skaðvænlegum áhrifum áfengisneyslu þó bannað verði að tala um einstök vörumerki? Það gengur auðvitað gegn almennri skynsemi að ætla að loka á alla íslenska umfjöllun og vitneskju um löglega framleidda vöru sem sjálft ríkisvaldið selur í eigin verslunum og meirihluti almennings neytir sér að skaðlausu. Ekki bætir úr skák að erlendar auglýsingar um þessa sömu vöru, t.d. í sjónvarpsútsendingum, munu hafa greiðan og óheftan aðgang að landsmönnum samkvæmt lagafrumvarpinu. Mismunun milli innlendra og erlendra framleiðenda verður æpandi. Maður ætlar rétt að vona að nógu margir skynsamir þingmenn stoppi þessa aðför innanríkisráðherra að íslenskum iðnfyrirtækjum, sem hafa með nýsköpun, vöruþróun og gæðaframleiðslu, ásamt hóflegri kynningu, náð meira en 70% markaðshlutdeild á miklum samkeppnismarkaði hér á landi. Almenn skynsemi mælir með því að samkeppni framleiðenda um hylli neytenda haldi áfram, enda skaðar hún engan. Fremur verði settar strangar reglur um slíkt kynningarstarf, á borð við þær sem gilda um áfengisauglýsingar í mörgum löndum Evrópusambandsins. Í þeim reglum eru ítarleg ákvæði um að áfengisauglýsingar megi ekki höfða til ungs fólks eða gefa til kynna að áfengisneysla bæti stöðu einstaklinga eða geri hana eftirsóknarverða.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun