Er ESB betra en EES? Baldur Þórhallsson skrifar 19. júlí 2011 06:00 Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið gagnrýnt að við Íslendingar höfum litla sem enga möguleika á að hafa áhrif á lagasetningu EES. Því er haldið fram að þetta sé mjög ólýðræðislegt. Þá bregður svo við að andstæðingar aðildar Íslands að ESB keppast við að lofsyngja EES-samninginn. Í þessu er nokkur þversögn. Ef löggjöf ESB sem við tökum yfir vegna aðildar að EES er svo góð eins og andstæðingar ESB-aðildar halda fram þá hlýtur að vera enn betra fyrir okkur að vera innan sambandsins þar sem við getum haft áhrif á hana. Auk þess sem við getum haft frumkvæði að lögum. Aðild að ESB gefur okkur einnig kost á því að taka upp evru og stórbæta bæði lífskjör í landinu og stöðu atvinnulífsins. Ein mesta breytingin sem orðið hefur á stjórnskipun Íslands átti sér stað með gildistöku samninganna um EES og Schengen. Skipulag ákvarðanatöku í samningunum er þannig úr garði gert að íslenskir stjórnmálamann geta ekki haft áhrif á þau lög sem við verðum eigi að síður að taka yfir. Ísland hefur enga aðkomu að ráðherraráðinu og Evrópuþinginu sem eru löggjafarsamkomur ESB. Ísland tekur yfir alla löggjöf þeirra sem varðar EES og Schengen. Innanríkisráðherrann hefur að vísu sæti við borð ráðherraráðs innanríkismála sem fjalla um Schengen en hann má ekki greiða atkvæði. Forsætisráðherra Íslands á ekki sæti í leiðtogaráði ríkja ESB sem tekur allar helstu ákvarðanir um framtíð ESB og þar með EES. Þar eru til dæmis teknar ákvarðanir um fjölgun aðildarríkja sambandsins og þar með ríkja EES. Ísland hefur heldur ekki fulltrúa í Efnahags- og félagsmálanefnd ESB né Byggðanefnd sambandsins hvað þá fulltrúa í Seðlabanka Evrópu. Ríki sem vill láta taka sig alvarlega og líta á sig sem alvöru leikmann á alþjóðavettvangi getur ekki búið við samninga eins og EES og Schengen. Við stöndum utangarðs, án nokkurra bandamanna, án nokkurs skjóls þegar á reynir eins og dæmin sanna. Við verðum að bindast okkar bestu nágrönnum nánum vina- og tryggðarböndum með þeim samningum sem best bjóðast hverju sinni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun