Er fækkun námsmanna erlendis hluti af stefnu íslenskra stjórnvalda? Dagur Skírnir Óðinsson og Þórður Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Námsmönnum erlendis sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fer fækkandi ár hvert. Hver skyldi vera skýringin á því? Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út. Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi. Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda. Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því. Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Námsmönnum erlendis sem taka námslán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) fer fækkandi ár hvert. Hver skyldi vera skýringin á því? Við sem störfum að málefnum námsmanna erlendis höfum áhyggjur af því að niðurskurður á framfærslu námsmanna sem hefur verið framkvæmdur tvö ár í röð geti haft mikið um það að segja. Ekki nóg með að framfærslan hafi verið lækkuð heldur hafa ferðalán, sem stóðu námsmönnum til boða, verið skorin niður að stórum hluta. Vegna þessa niðurskurðar, sem enn er ekki séð fyrir endann á, hefur þeim fækkað sem líta á LÍN sem valkost við fjármögnun á námi sínu erlendis. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um framtíðina eru námsmenn því margir hverjir hikandi við að taka ákvörðun um að fara út. Á tyllidögum tala stjórnmálamenn um mikilvægi þess að íslenskir námsmenn sæki sér menntun utan landsteinanna en því miður virðast athafnir ekki fylgja orðum. Nú er kominn tími til að ráðamenn þjóðarinnar sýni að þeir eru að meina það sem þeir segja og að niðurskurði á framfærslu námsmanna erlendis verði hætt og þeim frekar sýndur stuðningur. Þessi mannauður er og verður dýrmætur fyrir land og þjóð um ókomna framtíð. Ef við hlúum vel að námsmönnum erlendis mun það skila sér margfalt til baka í verðmætasköpun sem og ríkara og fjölbreyttara samfélagi. Í fjölmiðlum var nýlega vakin athygli á því að íslenskir námsmenn sæki í ríkara mæli í erlenda námsstyrki, m.a. SU í Danmörku. Opnast hefur gluggi sem auðveldar þeim að fá aðgang að styrkjunum sem áður fyrr var háður strangari skilyrðum. Það er auðvitað jákvætt að námsmenn hafi fleiri möguleika til að fjármagna nám sitt. Það er þó hættulegt að treysta á SU styrkinn. Ekki er hægt að reikna með honum í framtíðinni því hann er háður ákvörðunum danskra stjórnvalda. Nýverið hóf forsetafrú Bandaríkjanna herferð þar sem hún hvetur bandaríska námsmenn til að skoða í meiri mæli þann kost að sækja nám sitt utan landsteinanna. Hún bendir á að því fylgja augljósir kostir. Það eykur víðsýni, menningarlæsi, tungumálakunnáttu, sjálfsbjargarviðleitni, sjálfstæði, frumkvæði og svo mætti lengi telja. Í Danmörku er það sama sagan. Ráðherra menntamála lýsti yfir að stefna stjórnvalda, fram til ársins 2020, væri að 50% þeirra sem sæki sér framhaldsnám myndu taka hluta þess erlendis. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki af sjálfu sér, heldur með nákvæmri stefnumörkun yfirvalda og eftirfylgni í formi stuðnings við eigin stefnu. Ef þau lönd, bæði í vestri og austri, sjá greinilegt mikilvægi þess að vinnuafl framtíðarinnar sæki sér þekkingu og lærdóm utan landsteinanna hlýtur að vera eitthvað til í því. Stjórn SÍNE óskar eftir því að mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, lýsi yfir hver sé stefna stjórnvalda í málefnum námsmanna erlendis. Er ætlunin að fækka þeim um helming? Er æskilegt að flestir námsmenn stundi framhaldsmenntun sína hér á landi? Ef svo er, þá má ekki gleyma því að stóraukin útgjöld íslenskra háskóla (þ.a.l. stjórnvalda) eru fylgifiskur þess að beina öllum í nám hérlendis. Það er nefnilega ákveðinn sparnaður fólginn í því að beina íslenskum námsmönnum utan í nám. Því miður virðist ekki vera hægt að koma auga á stefnu stjórnvalda í menntamálum og því ítrekar stjórn SÍNE: Hver er stefna mennta- og menningarmálaráðherra í málefnum námsmanna erlendis?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun