Er hamingjusamasti Hannes í heimi Jakob Bjarnar skrifar 3. mars 2015 10:46 Hannes er hamingjusamur og það sem meira er, til eru rannsóknir sem skýra hamingju hans. Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hulda Þórisdóttir, lektor í Stjórnmálafræðideild rannsakar nú, ásamt Jóni Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði, hvort verið geti að hamingja fari saman við pólitíska hugmyndafræði? Rætt er við Huldu í Tímariti Háskólans og þar kemur fram að Hulda og Jón Gunnar telja góðar líkur séu á þessu og lýsa megi sambandi hamingju og pólitískrar sýnar í svokallaðri U- eða sveiglaga kúrfu: „Þetta þýðir í raun að þeir sem sterklega aðhyllast einhverja hugmyndafræði eru að jafnaði eilítið hamingjusamari en þeir í miðjunni. Ástæðuna má rekja til þess að hugmyndafræði ljær tilvist manna merkingu og jafnvel tilgang, en hvort tveggja er sterklega tengt lífshamingju,“ segir Hulda. Sá sem helst er þekktur fyrir það á Íslandi að hafa miklar hugmyndafræðilegar meiningar er Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. „Þetta rímar algerlega við mína reynslu,“ segir Hannes í samtali við Vísi. „Þeir sem hafa hugsjónir og finna þeim farveg eru hamingjusamari.“ Hann segist hamingjusamur, „tvímælalaust“ og lýsir þeirri skoðun sinni að hamingjan byggist á því að heilsan sé góð, þá skipti góðir fjölskylduhagir máli og í þriðja sæti yfir áhrifavalda telur Hannes vera efnahagslega velsæld. Hannes segir þetta afar áhugaverða rannsókn og bætir því við að hann gæti best trúað því að hægri menn séu hamingjusamari en vinstri menn. En, hvað þá með þessa U-kúrfu; ertu að meina að til dæmis Ögmundur Jónasson alþingismaður, sé ekki eins hamingjusamur og þú? „Ég vona að hann sé hamingjusamur en mér finnst ég ekki merkja það á hans skrifum. Mér finnst vinstri menn ekki eins hamingjusamir og hægri menn. Þeir virðast alltaf í vondu skapi. Ég held að hægri menn vilji græða á daginn og grilla á kvöldin. Ég vil grúska á daginn og grilla á kvöldin. Hægri menn eru ekkert að gera sér of mikla rellu út af hlutunum.“Þó Ögmundur sé maður mikilla meininga, er hann ekki eins hamingjusamur og Hannes.Og Hannes virðist, samkvæmt rannsóknum Huldu og Jóns Gunnars, hafa sitthvað til síns máls. Evrópskar og bandarískar rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hamingja eykst eftir því sem fólk er lengra til hægri í pólitík og fræðimenn telja að það megi skýra, að minnsta kosti að hluta til, með viðhorfinu til ójafnaðar. „Hægri sinnaðir telji ójöfnuð óhjákvæmilegan og jafnvel æskilegan samfélagslegan drifkraft á meðan fólk til vinstri telji hann samfélagsmein,“ segir Hulda. Hannes Hólmsteinn segir að til séu kannanir á hamingju sem sýna að þær þjóðir sem búa við velmegun séu hamingjusamari en hinar. „Peningar gera menn ekki hamingjusama en gera óhamingjuna bærilega. Rannsóknir sem ég þekki sýna að það er væg fylgni milli velmegunar og hamingju,“ segir Hannes og bendir á að eitt og annað sem íbúar í minna velmegandi löndum mega búa við svo sem stríðsástand, drepsóttir, barnadauði og annað þvíumlíkt, það valdi óhamingju.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira