Er menningarslys yfirvofandi? Stefán Edelstein skrifar 25. febrúar 2011 06:00 Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Þeir sem láta sig menningarmál varða hafa vafalaust fylgst með umræðum um væntanlegan niðurskurð Reykjavíkurborgar til tónlistarskóla borgarinnar. Fjölmennur mótmælafundur fyrir utan Ráðhúsið 1. febrúar sl. vakti líka athygli í þessu sambandi. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru sjálfseignarstofnarnir eða einkaskólar . 18 tónlistarskólar í Reykjavík eru með þjónustusamninga við Reykjavíkurborg. Í þjónustusamningunum er skýrt kveðið á um hvaða þjónustu hver skóli veitir, bæði hvað varðar fjölda nemenda, fyrirkomulag kennslu og fleiri þætti. Skólarnir gefa borginni skýrslur um starfsemi sína, skila árlega endurskoðuðum reikningum og lúta eftirlitisvaldiborgarinnar á margskonar hátt. Tónlistarskólarnir í Reykjavík eru ekki steyptir í sama mót heldur er um að ræða breiða flóru þar sem hver skóli hefur sín sérkenni og áherslur. Námsframboðið í tónlistarskólum í Reykjavík er því gífurlega fjölbreytt. Það sem er sameignlegt með þeim öllum er hinsvegar sú staðreynd, að þeir starfa samkvæmt Aðalnámskrá tónlistarskóla og skv. greinanámskráa sem taka til söngnáms og náms á öll hljóðfæri. Allar námskrárnar hafa verið gefnar út af Menntamálaráðuneytinu. Prófin, þ.e. grunnpróf, miðpróf, og framhaldspróf í söng og hljóðfæragreinum sem og tónfræðagreinum eru nokkurn veginn stöðluð og samræmd á landsvísu. Utanaðkomandi prófdómarar á vegum Prófanefndar Tónlistarskólanna koma til að dæma árangur á þessum prófum. Á ofangreindri lýsingu sést, að hér er um vel skipulagt og skilvirkt nám í tónlistargreinum að ræða sem nær frá 3ja ára aldri upp í nám eldri nemenda sem eru á framhaldsstigi og háskólastigi. Að loknu framhaldsprófi fara þeir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám í tónlist í hinar ýmsu tónlistardeildir í Listaháskóla Íslands eða þá beint í tónlistarháskóla erlendis. Uppbygging tónlistarnáms á Íslandi hefur verið markviss, undraverð og með afbrigðum góð og árangursrík. Hún hefur staðið yfir áratugum saman og á tónlistarskólakerfið íslenska er litið sem gæðakerfi sem löndin í kringum okkur líta á sem algera fyrirmynd. Hlutverk tónlistarskólanna ( á landsvísu en þó sérstaklega í Reykjavík þar sem mest er um að nemendur stundi framhaldsnám í tónlist ) hefur verið að leggja grunn að þeirri fjölbreyttu tónlistarmenningu og því fjölskrúðuga tónlistarlífi sem er eitt af aðalsmerkjum höfuðborgarinnar. Ég ætla ekki að telja upp þá mörg hundruð tónlistarviðburði sem haldnir eru árlega.Allt þetta eru staðreyndir sem hægt er að fletta upp.Kórónan er síðan Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hróður hennar hefur borist víða um lönd. Utan höfuðborgarinnar er sú venja ríkjandi að tónlistarskólarnir eru reknir af sveitarfélaginu beint. Ítarleg tölfræðileg úttekt sem hefur verið gerð sýnir að nemendafjöldi í tónlistarskólum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur er hlutfallslega mun meiri en í Reykjavík. Höfuðborgin stendur sig því verr í þessari þjónustu við borgarbúa en sveitarfélögin utan Reykjavíkur. Reykjavíkurborg hefur ekki byggt neina tónlistarskóla. Tónlistarskólarnir hafa þurft að byggja yfir starfssemi sína sjálfir, eða leigja húsnæði. Mikil fjárfesting hefur því fylgt starfsemi tónlistarskólanna í Reykjavík. Þá er ónefndur mikill kostnaður sem felst í hljóðfærum og alls kyns tólum og tækjum (bara einn sæmilegur notaður flygill kostar 4-6 milljónir). Nágrannasveitarfélögin Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa byggt glæsilegan sérhannaðan húsakost fyrir tónlistarskólana sína og verið er að byggja stórglæsilega aðstöðu fyrir tónlistarskólann í Reykjanesbæ. Í stuttu máli : Reykjavíkurborg hefur fengið þjónustu tónlistarskólanna sinna ókeypis og á silfurfati þar sem öll uppbygging þeirra hefur verið framkvæmd af einkaaðilum eða félögum. Hinsvegar hefur borgin greitt nánast allan launakostnað sem hefur veitt skólunum það rekstraröryggi sem þeir þarfnast.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun