Er sett of mikið fé í íslenska háskóla? Friðrik Már Baldursson skrifar 11. janúar 2011 06:00 Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun