Er stolið mikið á þínu heimili? Bubbi Morthens skrifar 18. október 2013 06:00 Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu. Þetta sá ég í blöðunum hér fyrir margt löngu. Þá er víst verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist, síðan koma í kjölfarið auðvitað kvikmyndir, tónlist og mjög líklega verða bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Ég hef skrifað um þetta áður og svörin sem ég hef fengið eru á þessa leið: „Þú gerðir díl við bankann.“ „Þú átt þetta skilið því þú hefur selt svo mikið af plötum.“ „Sannaðu að þetta sé þjófnaður.“ „Hef aldrei keypt plötu með þér og fer ekki að byrja á því núna.“ „Þetta gera allir.“ „Diskar eru svo dýrir.“ „Þú átt pening.“ „Farðu nú að halda kjafti.“ „Þetta er nýi tíminn.“ „Fólk vill ekki kaupa diska.“ „Haldið bara tónleika og hættið að væla.“ Þetta eru bara nokkur svör sem ég fékk við að fjalla um þetta. Það er eitt sem ég skil ekki og það er það að fólki finnst í alvöru í lagi að hafa af mönnum tekjur fyrir vinnu sína! Að það sé ekki meiri virðing borin fyrir því sem menn gera. Auðvitað veit ég að það er stór hópur sem enn þá hefur siðferðið í lagi og stelur ekki. Gjörsamlega galið Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu, og nefnir Spotify sem dæmi, geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar. Þetta er ágætis dæmi um hvernig þróunin er að verða þar sem fólk greiðir fyrir niðurhal. Listamaðurinn fær nánast ekkert en sá sem stofnar veituna fær milljarða. Þróunin gæti orðið sú að menn einfaldlega hætta að búa til list ef höfundarrétturinn er ekki virtur. Ef ég kaupi málverk eftir Kjarval og geri síðan eftirprentanir og býð öllum sem vilja að fá sér eintak þá yrði ég stöðvaður og ákærður. Og svar mitt yrði að þetta væri nýr tími og menn yrðu bara að aðlaga sig. Býst nú ekki við að það yrði hlustað á mig. En af því að þetta er netið og þetta er tónlist eða kvikmynd þá er í lagi að stela og hafa af mönnum höfundarréttinn. Hvert eintak skiptir máli Að gera plötu á Íslandi kostar mig í kringum 2-5 milljónir. Hvert selt eintak skiptir máli. Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi. Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana. Þetta er umhverfið sem íslenskir og erlendir tónlistarmenn búa við. Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið vandamál en ég geri mér líka grein fyrir að þetta er siðferðislegt vandamál. Meira að segja DV er farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Leiðbeiningar um hvernig skuli fara fram hjá höfundarrétti eru ekki neytendavænar, þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum. Það mætti líkja leiðbeiningum DV við leiðbeiningar um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru fram hjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað. Skriðjöklar hét hljómsveit sem gerði plötu sem hét „Er sungið mikið á þínu heimili?“. Ég gæti alveg eins spurt þig: Er stolið mikið á þínu heimili? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið sagt að Íslendingar steli mest af hugbúnaði miðað við höfðatölu. Þetta sá ég í blöðunum hér fyrir margt löngu. Þá er víst verið að tala um tölvuhugbúnað og annað sem honum tengist, síðan koma í kjölfarið auðvitað kvikmyndir, tónlist og mjög líklega verða bækurnar næsta dæmi um það sem menn stela. Ég hef skrifað um þetta áður og svörin sem ég hef fengið eru á þessa leið: „Þú gerðir díl við bankann.“ „Þú átt þetta skilið því þú hefur selt svo mikið af plötum.“ „Sannaðu að þetta sé þjófnaður.“ „Hef aldrei keypt plötu með þér og fer ekki að byrja á því núna.“ „Þetta gera allir.“ „Diskar eru svo dýrir.“ „Þú átt pening.“ „Farðu nú að halda kjafti.“ „Þetta er nýi tíminn.“ „Fólk vill ekki kaupa diska.“ „Haldið bara tónleika og hættið að væla.“ Þetta eru bara nokkur svör sem ég fékk við að fjalla um þetta. Það er eitt sem ég skil ekki og það er það að fólki finnst í alvöru í lagi að hafa af mönnum tekjur fyrir vinnu sína! Að það sé ekki meiri virðing borin fyrir því sem menn gera. Auðvitað veit ég að það er stór hópur sem enn þá hefur siðferðið í lagi og stelur ekki. Gjörsamlega galið Tónlistarmaðurinn David Byrne skrifar merkilega grein þar sem hann varar við að niðurhal tónlistar af internetinu, og nefnir Spotify sem dæmi, geti í raun komið tónlistarmönnum á kaldan klaka. Hann nefnir einnig lag með Daft Punk sem heitir Get Lucky og var langvinsælasti smellur sumarsins. Það var sótt meira en 100 milljón sinnum á Spotify. Byrne segir að meðlimir hljómsveitarinnar fái um þrettán þúsund Bandaríkjadali hvor fyrir vikið eða rétt um 1,5 milljónir króna. Þetta er fyrir plötu sem tók afar langan tíma að hljóðrita og var mjög dýr í vinnslu. Þetta er auðvitað gjörsamlega galið. Hefði þetta verið tveggja laga plata sem hefði verið seld í 10 milljónum eintaka þá væru þessir menn millar. Þetta er ágætis dæmi um hvernig þróunin er að verða þar sem fólk greiðir fyrir niðurhal. Listamaðurinn fær nánast ekkert en sá sem stofnar veituna fær milljarða. Þróunin gæti orðið sú að menn einfaldlega hætta að búa til list ef höfundarrétturinn er ekki virtur. Ef ég kaupi málverk eftir Kjarval og geri síðan eftirprentanir og býð öllum sem vilja að fá sér eintak þá yrði ég stöðvaður og ákærður. Og svar mitt yrði að þetta væri nýr tími og menn yrðu bara að aðlaga sig. Býst nú ekki við að það yrði hlustað á mig. En af því að þetta er netið og þetta er tónlist eða kvikmynd þá er í lagi að stela og hafa af mönnum höfundarréttinn. Hvert eintak skiptir máli Að gera plötu á Íslandi kostar mig í kringum 2-5 milljónir. Hvert selt eintak skiptir máli. Það er auðvelt fyrir svo marga að réttlæta að það sé í lagi að hala niður ólöglega. Þú þarft aldrei að horfa í augun á þeim sem þú ert að ræna. Til dæmis hér á landi er komin kynslóð sem er alin upp við að þetta sé í lagi. Foreldar biðja jafnvel börnin að ná í tónlist eða kvikmynd fyrir sig. Þú ert ekki inni í búð að lauma inn á þig, þú gerir þetta heima, í öruggu umhverfi. Nú er fólk komið á þing sem telur þetta eðlilegt og vill einfaldlega að ég aðlagi mig og komi til móts við þjófana. Þetta er umhverfið sem íslenskir og erlendir tónlistarmenn búa við. Ég geri mér grein fyrir að þetta er flókið vandamál en ég geri mér líka grein fyrir að þetta er siðferðislegt vandamál. Meira að segja DV er farið að kenna mönnum hvernig hala á niður ólöglega. Leiðbeiningar um hvernig skuli fara fram hjá höfundarrétti eru ekki neytendavænar, þó að hægt sé að notfæra sér þær til að nálgast efni á ódýrari hátt en með löglegum leiðum. Það mætti líkja leiðbeiningum DV við leiðbeiningar um hvernig hægt er að smygla annars löglegri vöru fram hjá tollinum, hvort sem það væri iPhone, áfengi eða eitthvað annað. Skriðjöklar hét hljómsveit sem gerði plötu sem hét „Er sungið mikið á þínu heimili?“. Ég gæti alveg eins spurt þig: Er stolið mikið á þínu heimili?
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar