Er stór hópur öryrkja afætur? 28. apríl 2005 00:01 Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Jóhannsdóttir Í brennidepli Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að í samfélagi sem lætur sig ekki varða velferð þegna sinna. Og þeir eru sannarlega margir sem eiga um sárt að binda í okkar litla þjóðfélagi og eru ekki ofsælir af sneiðinni sem þeim er úthlutað. Það er hins vegar staðreynd að þeim fjölgar ár frá ári fullfrísku einstaklingunum sem bera sig ekki eftir björginni nema í gegnum bótakerfið. Strangt til tekið er hér vaxandi hópur einstaklinga sem lifa eins og afætur á kerfinu og finnst það alveg sjálfsagt. Það má bara ekki segja það hreint út. Nýlega var birt skýrsla sem var unnin að beiðni heilbrigðisráðherra. Skýrslan ber yfirskriftina Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar og þar kemur fram að ungir öryrkjar eru hér 136% fleiri en í nágrannalöndunum. Þetta er mál sem þarf að skoða ofaní kjölinn. Hverjir eru á bótum og af hverju? Á undanförnum árum hefur afstaða fólks því miður breyst gagnvart örykjum. Þeir sem kynna sig þannig uppskera ekki lengur samúð heldur oftar en ekki pirring. Það er mikil synd því eins og alkarnir koma óorði á brennivínið koma fullfrískir þiggjendur örorkubóta óorði á öryrkjana. Það gerir enginn lítið úr því að alkóhólismi er grafalvarlegur og banvænn sjúkdómur. Þeir sem koma úr meðferð eru illa farnir á sál og líkama þurfa sannarlega tiíma til að jafna sig og ná áttum eftir neysluna. Á meðan þurfa þeir hjálp samfélagsins. Sömuleiðs eru þeir sem þjást af þunglyndi og depurð hjálparþurfi. En það ætti að vera tímabundið. Það er ekki heil brú í að fólk ílendist í kerfinu og fari að líta að það sem sjálfsagðan hlut að það sæki allt sitt í sameiginlega sjóði. Í Bretlandi þekkist það að heilu fjölskyldurnar séu á bótum kynslóð eftir kynslóð. Þeir sem alast upp við slíkar aðstæður kunna skiljanlega ekki fótum sínum forráð á vinnumarkaði og hafa ekki uppburð í sér til að breyta aðstæðum sínum. Það er ástæða til að óttast að hér sé líka að verða til hópur sem hugsar á þessum nótum. Ungmenni sem hafa drukkið það í sig með móðurmjólkinni að þjóðfélaginu beri að sjá fyrir þeim og eru jafnvel haldin þeim ranghugmyndum að þjóðfélagið sé alltaf í skuld við þau. Þessum hópi þarf að hjálpa með öðrum hætti. Það á ekki að vera minnsta mál í heimi að fá úrskurð læknis um örorku. Það á ekki heldur að vera sjálfsagt að fullfrískt fólk gangi um og hrósi sér af því hvað það hefur út úr kerfinu. Við þurfum að hjálpa þeim sem sannarlega þufa á hjálp að halda, og hinum til að hjálpa sér sjálfir. Edda Jóhannsdóttir edda@frettabladid.is
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar