Lífið

Er þetta Rihanna í Laugardalnum?

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá myndina sem gengur um netheima. Hvað segja lesendur Vísis?
Hér má sjá myndina sem gengur um netheima. Hvað segja lesendur Vísis?
„Selfie“ af tónleikagesti á Secret Solstice tónlistarhátíðinni með konu, sem virðist vera söngkonan fræga Rihanna, gengur nú á meðal fólks um netheima. Maðurinn sem tók myndina er samkvæmt heimildum Vísis svokallaður Óðinn-miðahafi sem veitir honum aðgang að öllu því sem gerist baksviðs á hátíðinni, sem hefst formlega á morgun.

Blaðamaður Vísis hafði samband við aðstandendur hátíðarinnar sem neituðu að tjá sig um málið og sögðu það ekki samræmast reglum hátíðarinnar að taka myndir baksviðs.

Ekki hefur fengist staðfest að Rihanna sé á landinu Sterkur orðrómur hefur verið á meðal fólks í tónleikageiranum að Rihanna gæti verið á leið til landsins.

Sem fyrr segir er óvíst hvort að söngkonan sé mætt í laugardalinn, en óneitanlega vekur myndin sem gengur nú um netheima athygli. Rihanna birti mynd af sér í Japan, fyrir um tíu tímum. Myndina má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.