Er umræðan hættuleg? Athugasemdir við fréttir af spillingu Jón Ólafsson skrifar 28. janúar 2016 07:00 Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar afleiðingarnar gætu verið. Niðurstaðan var sú að afar háskalegt væri að fólk hefði slíkar ranghugmyndir, ýkt mynd af spillingu gæti nefnilega leitt til aukinnar spillingar, þar sem fólk hefði tilhneigingu til að réttlæta eigin spillingu með því að „allir séu hvort eð er að haga sér svona“. Ekki var reynt að skýra þetta orsakasamhengi frekar, en fram kom að þetta væri „algengt í þriðja heiminum“. Umfjöllun beggja fjölmiðla byggðist á fyrirlestri Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um upplifun spillingar, en þar kynnti hann niðurstöður könnunar á því hve mikil spilling almenningur teldi að viðgengist á Íslandi. Í könnuninni var gerður greinarmunur á nokkrum tegundum spillingar, en samkvæmt henni telja Íslendingar spillingu talsverða í stjórnkerfinu: 70% telja að „mismunun“ sé algeng, um 60% að „fals“ og „sérhagsmunir“ hafi oft áhrif, 55% telja „mútur“ viðgangast, 35% „fjárdrátt“ og 25% „nauðung“. Gunnar Helgi beindi athygli fréttamannanna hins vegar sérstaklega að því að miklu færri hafa persónulega reynslu af spillingu en þeir sem telja hana viðgangast. Innan við þriðjungur þeirra sem telja mismunun algenga hafa upplifað hana, einn fimmti þeirra sem telja fals og sérhagsmuni algenga hefur reynslu af slíku, og sömuleiðis eru þeir sem komist hafa sjálfir í tæri við mútur, fjárdrátt eða nauðung umtalsvert færri en þeir sem telja þetta viðgangast. Í viðtali í sjónvarpsfréttum kvaðst hann telja að það væri þjóðfélagsumræðan sem mótaði þessa upplifun af spillingu.Hátt hlutfall eða lágt? Þegar gögnin eru skoðuð gagnrýnum augum vakna þó strax spurningar um fræðilegt réttmæti þessara ályktana. Tölurnar sem fréttamiðlarnir birtu virðast alls ekki benda til þess að almenningur hafi ýkta mynd af spillingu eða að þjóðfélagsumræða afvegaleiði hann. Í fyrsta lagi er viðbúið að fáir telji sig hafa persónulega reynslu af spillingu jafnvel þó hún sé alvarlegt vandamál. Ef 20% fólks hafa persónulega reynslu af spillingu má einmitt telja líklegt að miklu fleiri en 20% fái vitneskju um að spilling viðgangist. 20% er reyndar nokkuð hátt hlutfall og þar að auki má gera ráð fyrir út frá tölunum að þeir séu enn fleiri sem hafa persónulega reynslu af einhverri tegund spillingar. Einnig mætti halda því fram að hafi aðeins 70% vitneskju um spillingu sem 20% hafa orðið fyrir, bendi það til þess að spillingin sé vel falin. Hvers vegna eru það ekki 80 eða 90 prósent sem vita af spillingunni ef einn af hverjum fimm hefur persónulega reynslu af henni? Hvað með þá sem njóta góðs af spillingu – eru þeir líklegir til að viðurkenna spillta hegðun sem spillingu, jafnvel þó að þeir strangt tekið viti af henni?Meðvitund um spillingu er varla skaðleg Í öðru lagi, jafnvel þótt því sé haldið fram að hlutfall þeirra, sem telja spillingu viðgangast en hafa ekki lent í henni sjálfir, sé hærra en búast mætti við, er ekkert sem segir að skoðun þeirra sé röng. Könnunin segir ekkert um þetta en í fréttunum var þrátt fyrir það sagt frá henni eins og gögnin gæfu þetta augljóslega til kynna. Loks eru vangavelturnar um hættulegar afleiðingar af „ýktri mynd af spillingu“ úr lausu lofti gripnar, þar sem ekkert bendir til að mynd almennings sé ýkt. En jafnvel þó svo væri er hæpið að í nokkuð opnu og þróuðu, lýðræðisríki leiði meðvitund um spillingu til þess að spilling aukist. Líklegra væri að þjóðfélagsumræða um spillingu á opinberum vettvangi knýi fjölmiðla til að rannsaka meint spillingarmál, stofnanir samfélagsins til þess að draga úr spillingarhvötum og leiði til skýrari krafna um að mál séu rannsökuð eða um að þeir sem sækjast eftir trausti almennings geri hreint fyrir sínum dyrum. Með því að halda því fram að orsakasamhengið sé öfugt er málum sannarlega snúið á hvolf – svona eins og þegar sendiboðinn er gerður ábyrgur fyrir tíðindunum sem hann flytur. Umfjöllun Ríkisútvarpsins og á visir.is sýnir vel hve mikilvægt það er að fjölmiðlar taki allar upplýsingar sem þeim eru veittar til gagnrýninnar skoðunar. Þótt eitthvað sé sagt vera byggt á rannsókn eða könnun og að prófessor segi gögn sýna þetta eða hitt, þýðir það ekki að fréttamiðlar geti birt það gagnrýnislaust. Fjölmiðlar eiga ekki að láta neinn mata sig á upplýsingum. Þá er voðinn vís eins og þessi vandræðalegi fréttaflutningur sannar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Ríkisútvarpið og visir.is sögðu nýlega frá því í fréttum sínum að Íslendingar hefðu „ýkta mynd af spillingu“ en með því var átt við að almenningur hér á landi virtist telja að spilling væri meiri en hún sé í raun og veru. Þessum tíðindum var svo fylgt eftir með vangaveltum um hvað þetta þýddi og hverjar afleiðingarnar gætu verið. Niðurstaðan var sú að afar háskalegt væri að fólk hefði slíkar ranghugmyndir, ýkt mynd af spillingu gæti nefnilega leitt til aukinnar spillingar, þar sem fólk hefði tilhneigingu til að réttlæta eigin spillingu með því að „allir séu hvort eð er að haga sér svona“. Ekki var reynt að skýra þetta orsakasamhengi frekar, en fram kom að þetta væri „algengt í þriðja heiminum“. Umfjöllun beggja fjölmiðla byggðist á fyrirlestri Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, um upplifun spillingar, en þar kynnti hann niðurstöður könnunar á því hve mikil spilling almenningur teldi að viðgengist á Íslandi. Í könnuninni var gerður greinarmunur á nokkrum tegundum spillingar, en samkvæmt henni telja Íslendingar spillingu talsverða í stjórnkerfinu: 70% telja að „mismunun“ sé algeng, um 60% að „fals“ og „sérhagsmunir“ hafi oft áhrif, 55% telja „mútur“ viðgangast, 35% „fjárdrátt“ og 25% „nauðung“. Gunnar Helgi beindi athygli fréttamannanna hins vegar sérstaklega að því að miklu færri hafa persónulega reynslu af spillingu en þeir sem telja hana viðgangast. Innan við þriðjungur þeirra sem telja mismunun algenga hafa upplifað hana, einn fimmti þeirra sem telja fals og sérhagsmuni algenga hefur reynslu af slíku, og sömuleiðis eru þeir sem komist hafa sjálfir í tæri við mútur, fjárdrátt eða nauðung umtalsvert færri en þeir sem telja þetta viðgangast. Í viðtali í sjónvarpsfréttum kvaðst hann telja að það væri þjóðfélagsumræðan sem mótaði þessa upplifun af spillingu.Hátt hlutfall eða lágt? Þegar gögnin eru skoðuð gagnrýnum augum vakna þó strax spurningar um fræðilegt réttmæti þessara ályktana. Tölurnar sem fréttamiðlarnir birtu virðast alls ekki benda til þess að almenningur hafi ýkta mynd af spillingu eða að þjóðfélagsumræða afvegaleiði hann. Í fyrsta lagi er viðbúið að fáir telji sig hafa persónulega reynslu af spillingu jafnvel þó hún sé alvarlegt vandamál. Ef 20% fólks hafa persónulega reynslu af spillingu má einmitt telja líklegt að miklu fleiri en 20% fái vitneskju um að spilling viðgangist. 20% er reyndar nokkuð hátt hlutfall og þar að auki má gera ráð fyrir út frá tölunum að þeir séu enn fleiri sem hafa persónulega reynslu af einhverri tegund spillingar. Einnig mætti halda því fram að hafi aðeins 70% vitneskju um spillingu sem 20% hafa orðið fyrir, bendi það til þess að spillingin sé vel falin. Hvers vegna eru það ekki 80 eða 90 prósent sem vita af spillingunni ef einn af hverjum fimm hefur persónulega reynslu af henni? Hvað með þá sem njóta góðs af spillingu – eru þeir líklegir til að viðurkenna spillta hegðun sem spillingu, jafnvel þó að þeir strangt tekið viti af henni?Meðvitund um spillingu er varla skaðleg Í öðru lagi, jafnvel þótt því sé haldið fram að hlutfall þeirra, sem telja spillingu viðgangast en hafa ekki lent í henni sjálfir, sé hærra en búast mætti við, er ekkert sem segir að skoðun þeirra sé röng. Könnunin segir ekkert um þetta en í fréttunum var þrátt fyrir það sagt frá henni eins og gögnin gæfu þetta augljóslega til kynna. Loks eru vangavelturnar um hættulegar afleiðingar af „ýktri mynd af spillingu“ úr lausu lofti gripnar, þar sem ekkert bendir til að mynd almennings sé ýkt. En jafnvel þó svo væri er hæpið að í nokkuð opnu og þróuðu, lýðræðisríki leiði meðvitund um spillingu til þess að spilling aukist. Líklegra væri að þjóðfélagsumræða um spillingu á opinberum vettvangi knýi fjölmiðla til að rannsaka meint spillingarmál, stofnanir samfélagsins til þess að draga úr spillingarhvötum og leiði til skýrari krafna um að mál séu rannsökuð eða um að þeir sem sækjast eftir trausti almennings geri hreint fyrir sínum dyrum. Með því að halda því fram að orsakasamhengið sé öfugt er málum sannarlega snúið á hvolf – svona eins og þegar sendiboðinn er gerður ábyrgur fyrir tíðindunum sem hann flytur. Umfjöllun Ríkisútvarpsins og á visir.is sýnir vel hve mikilvægt það er að fjölmiðlar taki allar upplýsingar sem þeim eru veittar til gagnrýninnar skoðunar. Þótt eitthvað sé sagt vera byggt á rannsókn eða könnun og að prófessor segi gögn sýna þetta eða hitt, þýðir það ekki að fréttamiðlar geti birt það gagnrýnislaust. Fjölmiðlar eiga ekki að láta neinn mata sig á upplýsingum. Þá er voðinn vís eins og þessi vandræðalegi fréttaflutningur sannar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun