Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri Valur Grettisson skrifar 4. október 2013 07:00 Whole Foods Market Bandaríska heilsukeðjan er gríðarlega stór. „Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár. Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
„Ef mjólkursamsalan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstaklega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt matvæli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tóbaks sem eru erfðabreytt. Bandaríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytjaplantna. Á eftir þeim koma Kanada og Kína en minnst er framleiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrúar Whole Foods Market í Bandaríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælaframleiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna.Ómögulegt að spá fyrir um framtíðina „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár.
Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira