Erfðabreyttur maís sagður drepa rottur 21. september 2012 06:00 Kjarnfóður sem notað er á Íslandi er blandað erfðabreyttum maís og soja, en óvíst er hvort korn Monsanto er selt hér. fréttablaðið/stefán Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni. Franskir vísindamenn fullyrða að erfðabreyttur maís og einn mest seldi illgresiseyðir heims frá bandaríska stórfyrirtækinu Monsanto valdi alvarlegum eitrunaráhrifum. Illgresiseyðirinn er seldur í íslenskum verslunum. Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og gefa í skyn að þeir muni beita sér fyrir banni á erfðabreyttu korni til Evrópusambandslanda verði sönnur færðar á niðurstöðurnar. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt í fagtímaritinu Food and Chemical Toxicology á dögunum, en hún var framkvæmd við Háskólann í Caen í Frakklandi. Niðurstöðurnar eru að Roundup-illgresiseyðirinn einn og sér valdi eitrunaráhrifum í rottum sem og erfðabreytta kornið, sem er ónæmt fyrir honum. Kornið og plöntueitrið er hvort tveggja framleitt af Monsanto og notað í gríðarlegu magni í Bandaríkjunum. Í Evrópu er leyfður innflutningur á erfðabreyttum maís úr kornafbrigði Monsanto en ræktun korntegundarinnar er óheimil. Illgresiseyðirinn Roundup er víða til sölu á Íslandi og mikið notaður. Eins er erfðabreyttur maís og soja flutt inn frá Bandaríkjunum í miklu magni til blöndunar í kjarnfóður handa íslenskum búpeningi. Þuríður Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir engar reglur á Íslandi takmarka innflutning á vörum sem byggja á löglegum erfðabreytingum. „Við höfum því ekki haft eftirlit með því hvers konar erfðabreytt korn er flutt til landsins.“ Þuríður telur að í raun sé allt soja sem hingað er flutt erfðabreytt og maís að langstærstum hluta. Frönsku vísindamennirnir fullyrða að rottur sem gefið var kornafbrigðið, NK603, eða korn sem hafði komist í snertingu við plöntueitrið hafi nær allar fengið æxli, líffæri þeirra hafi skaðast og þær drepist mun fyrr en rottur sem fengu annað fóður. Strax eftir að niðurstöðurnar voru kynntar fjölmiðlum ákváðu ráðherrar landbúnaðar-, umhverfis- og félagsmála í Frakklandi að láta sérfræðinga sína rýna í niðurstöðurnar, sem munu marka næstu skref stjórnvalda. Verði niðurstöðurnar taldar áreiðanlegar af opinberum aðilum munu þeir mælast til innflutningsbanns til ESB-landa, segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherrana. Óháðir vísindamenn, sem og talsmenn Monsanto, draga áreiðanleika frönsku rannsóknarinnar stórlega í efa. Aðrir sérfræðingar vilja meina að rannsóknin sé vel unnin langtímarannsókn og því allrar athygli verð.svavar@frettabladid.is Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni. Franskir vísindamenn fullyrða að erfðabreyttur maís og einn mest seldi illgresiseyðir heims frá bandaríska stórfyrirtækinu Monsanto valdi alvarlegum eitrunaráhrifum. Illgresiseyðirinn er seldur í íslenskum verslunum. Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og gefa í skyn að þeir muni beita sér fyrir banni á erfðabreyttu korni til Evrópusambandslanda verði sönnur færðar á niðurstöðurnar. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt í fagtímaritinu Food and Chemical Toxicology á dögunum, en hún var framkvæmd við Háskólann í Caen í Frakklandi. Niðurstöðurnar eru að Roundup-illgresiseyðirinn einn og sér valdi eitrunaráhrifum í rottum sem og erfðabreytta kornið, sem er ónæmt fyrir honum. Kornið og plöntueitrið er hvort tveggja framleitt af Monsanto og notað í gríðarlegu magni í Bandaríkjunum. Í Evrópu er leyfður innflutningur á erfðabreyttum maís úr kornafbrigði Monsanto en ræktun korntegundarinnar er óheimil. Illgresiseyðirinn Roundup er víða til sölu á Íslandi og mikið notaður. Eins er erfðabreyttur maís og soja flutt inn frá Bandaríkjunum í miklu magni til blöndunar í kjarnfóður handa íslenskum búpeningi. Þuríður Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir engar reglur á Íslandi takmarka innflutning á vörum sem byggja á löglegum erfðabreytingum. „Við höfum því ekki haft eftirlit með því hvers konar erfðabreytt korn er flutt til landsins.“ Þuríður telur að í raun sé allt soja sem hingað er flutt erfðabreytt og maís að langstærstum hluta. Frönsku vísindamennirnir fullyrða að rottur sem gefið var kornafbrigðið, NK603, eða korn sem hafði komist í snertingu við plöntueitrið hafi nær allar fengið æxli, líffæri þeirra hafi skaðast og þær drepist mun fyrr en rottur sem fengu annað fóður. Strax eftir að niðurstöðurnar voru kynntar fjölmiðlum ákváðu ráðherrar landbúnaðar-, umhverfis- og félagsmála í Frakklandi að láta sérfræðinga sína rýna í niðurstöðurnar, sem munu marka næstu skref stjórnvalda. Verði niðurstöðurnar taldar áreiðanlegar af opinberum aðilum munu þeir mælast til innflutningsbanns til ESB-landa, segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherrana. Óháðir vísindamenn, sem og talsmenn Monsanto, draga áreiðanleika frönsku rannsóknarinnar stórlega í efa. Aðrir sérfræðingar vilja meina að rannsóknin sé vel unnin langtímarannsókn og því allrar athygli verð.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira