Erfðabreyttur maís sagður drepa rottur 21. september 2012 06:00 Kjarnfóður sem notað er á Íslandi er blandað erfðabreyttum maís og soja, en óvíst er hvort korn Monsanto er selt hér. fréttablaðið/stefán Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni. Franskir vísindamenn fullyrða að erfðabreyttur maís og einn mest seldi illgresiseyðir heims frá bandaríska stórfyrirtækinu Monsanto valdi alvarlegum eitrunaráhrifum. Illgresiseyðirinn er seldur í íslenskum verslunum. Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og gefa í skyn að þeir muni beita sér fyrir banni á erfðabreyttu korni til Evrópusambandslanda verði sönnur færðar á niðurstöðurnar. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt í fagtímaritinu Food and Chemical Toxicology á dögunum, en hún var framkvæmd við Háskólann í Caen í Frakklandi. Niðurstöðurnar eru að Roundup-illgresiseyðirinn einn og sér valdi eitrunaráhrifum í rottum sem og erfðabreytta kornið, sem er ónæmt fyrir honum. Kornið og plöntueitrið er hvort tveggja framleitt af Monsanto og notað í gríðarlegu magni í Bandaríkjunum. Í Evrópu er leyfður innflutningur á erfðabreyttum maís úr kornafbrigði Monsanto en ræktun korntegundarinnar er óheimil. Illgresiseyðirinn Roundup er víða til sölu á Íslandi og mikið notaður. Eins er erfðabreyttur maís og soja flutt inn frá Bandaríkjunum í miklu magni til blöndunar í kjarnfóður handa íslenskum búpeningi. Þuríður Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir engar reglur á Íslandi takmarka innflutning á vörum sem byggja á löglegum erfðabreytingum. „Við höfum því ekki haft eftirlit með því hvers konar erfðabreytt korn er flutt til landsins.“ Þuríður telur að í raun sé allt soja sem hingað er flutt erfðabreytt og maís að langstærstum hluta. Frönsku vísindamennirnir fullyrða að rottur sem gefið var kornafbrigðið, NK603, eða korn sem hafði komist í snertingu við plöntueitrið hafi nær allar fengið æxli, líffæri þeirra hafi skaðast og þær drepist mun fyrr en rottur sem fengu annað fóður. Strax eftir að niðurstöðurnar voru kynntar fjölmiðlum ákváðu ráðherrar landbúnaðar-, umhverfis- og félagsmála í Frakklandi að láta sérfræðinga sína rýna í niðurstöðurnar, sem munu marka næstu skref stjórnvalda. Verði niðurstöðurnar taldar áreiðanlegar af opinberum aðilum munu þeir mælast til innflutningsbanns til ESB-landa, segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherrana. Óháðir vísindamenn, sem og talsmenn Monsanto, draga áreiðanleika frönsku rannsóknarinnar stórlega í efa. Aðrir sérfræðingar vilja meina að rannsóknin sé vel unnin langtímarannsókn og því allrar athygli verð.svavar@frettabladid.is Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni. Franskir vísindamenn fullyrða að erfðabreyttur maís og einn mest seldi illgresiseyðir heims frá bandaríska stórfyrirtækinu Monsanto valdi alvarlegum eitrunaráhrifum. Illgresiseyðirinn er seldur í íslenskum verslunum. Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og gefa í skyn að þeir muni beita sér fyrir banni á erfðabreyttu korni til Evrópusambandslanda verði sönnur færðar á niðurstöðurnar. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt í fagtímaritinu Food and Chemical Toxicology á dögunum, en hún var framkvæmd við Háskólann í Caen í Frakklandi. Niðurstöðurnar eru að Roundup-illgresiseyðirinn einn og sér valdi eitrunaráhrifum í rottum sem og erfðabreytta kornið, sem er ónæmt fyrir honum. Kornið og plöntueitrið er hvort tveggja framleitt af Monsanto og notað í gríðarlegu magni í Bandaríkjunum. Í Evrópu er leyfður innflutningur á erfðabreyttum maís úr kornafbrigði Monsanto en ræktun korntegundarinnar er óheimil. Illgresiseyðirinn Roundup er víða til sölu á Íslandi og mikið notaður. Eins er erfðabreyttur maís og soja flutt inn frá Bandaríkjunum í miklu magni til blöndunar í kjarnfóður handa íslenskum búpeningi. Þuríður Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir engar reglur á Íslandi takmarka innflutning á vörum sem byggja á löglegum erfðabreytingum. „Við höfum því ekki haft eftirlit með því hvers konar erfðabreytt korn er flutt til landsins.“ Þuríður telur að í raun sé allt soja sem hingað er flutt erfðabreytt og maís að langstærstum hluta. Frönsku vísindamennirnir fullyrða að rottur sem gefið var kornafbrigðið, NK603, eða korn sem hafði komist í snertingu við plöntueitrið hafi nær allar fengið æxli, líffæri þeirra hafi skaðast og þær drepist mun fyrr en rottur sem fengu annað fóður. Strax eftir að niðurstöðurnar voru kynntar fjölmiðlum ákváðu ráðherrar landbúnaðar-, umhverfis- og félagsmála í Frakklandi að láta sérfræðinga sína rýna í niðurstöðurnar, sem munu marka næstu skref stjórnvalda. Verði niðurstöðurnar taldar áreiðanlegar af opinberum aðilum munu þeir mælast til innflutningsbanns til ESB-landa, segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherrana. Óháðir vísindamenn, sem og talsmenn Monsanto, draga áreiðanleika frönsku rannsóknarinnar stórlega í efa. Aðrir sérfræðingar vilja meina að rannsóknin sé vel unnin langtímarannsókn og því allrar athygli verð.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira