Erfðabreyttur maís sagður drepa rottur 21. september 2012 06:00 Kjarnfóður sem notað er á Íslandi er blandað erfðabreyttum maís og soja, en óvíst er hvort korn Monsanto er selt hér. fréttablaðið/stefán Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni. Franskir vísindamenn fullyrða að erfðabreyttur maís og einn mest seldi illgresiseyðir heims frá bandaríska stórfyrirtækinu Monsanto valdi alvarlegum eitrunaráhrifum. Illgresiseyðirinn er seldur í íslenskum verslunum. Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og gefa í skyn að þeir muni beita sér fyrir banni á erfðabreyttu korni til Evrópusambandslanda verði sönnur færðar á niðurstöðurnar. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt í fagtímaritinu Food and Chemical Toxicology á dögunum, en hún var framkvæmd við Háskólann í Caen í Frakklandi. Niðurstöðurnar eru að Roundup-illgresiseyðirinn einn og sér valdi eitrunaráhrifum í rottum sem og erfðabreytta kornið, sem er ónæmt fyrir honum. Kornið og plöntueitrið er hvort tveggja framleitt af Monsanto og notað í gríðarlegu magni í Bandaríkjunum. Í Evrópu er leyfður innflutningur á erfðabreyttum maís úr kornafbrigði Monsanto en ræktun korntegundarinnar er óheimil. Illgresiseyðirinn Roundup er víða til sölu á Íslandi og mikið notaður. Eins er erfðabreyttur maís og soja flutt inn frá Bandaríkjunum í miklu magni til blöndunar í kjarnfóður handa íslenskum búpeningi. Þuríður Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir engar reglur á Íslandi takmarka innflutning á vörum sem byggja á löglegum erfðabreytingum. „Við höfum því ekki haft eftirlit með því hvers konar erfðabreytt korn er flutt til landsins.“ Þuríður telur að í raun sé allt soja sem hingað er flutt erfðabreytt og maís að langstærstum hluta. Frönsku vísindamennirnir fullyrða að rottur sem gefið var kornafbrigðið, NK603, eða korn sem hafði komist í snertingu við plöntueitrið hafi nær allar fengið æxli, líffæri þeirra hafi skaðast og þær drepist mun fyrr en rottur sem fengu annað fóður. Strax eftir að niðurstöðurnar voru kynntar fjölmiðlum ákváðu ráðherrar landbúnaðar-, umhverfis- og félagsmála í Frakklandi að láta sérfræðinga sína rýna í niðurstöðurnar, sem munu marka næstu skref stjórnvalda. Verði niðurstöðurnar taldar áreiðanlegar af opinberum aðilum munu þeir mælast til innflutningsbanns til ESB-landa, segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherrana. Óháðir vísindamenn, sem og talsmenn Monsanto, draga áreiðanleika frönsku rannsóknarinnar stórlega í efa. Aðrir sérfræðingar vilja meina að rannsóknin sé vel unnin langtímarannsókn og því allrar athygli verð.svavar@frettabladid.is Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Frönsk rannsókn sýnir að erfðabreytt bandarískt korn og plöntueitur frá sama framleiðanda valdi krabbameini í rottum. Plöntueitrið er selt í íslenskum verslunum í stórum stíl. Ekki er fylgst með innflutningi á erfðabreyttu korni. Franskir vísindamenn fullyrða að erfðabreyttur maís og einn mest seldi illgresiseyðir heims frá bandaríska stórfyrirtækinu Monsanto valdi alvarlegum eitrunaráhrifum. Illgresiseyðirinn er seldur í íslenskum verslunum. Franskir ráðamenn hafa málið til skoðunar og gefa í skyn að þeir muni beita sér fyrir banni á erfðabreyttu korni til Evrópusambandslanda verði sönnur færðar á niðurstöðurnar. Ritrýnd grein um rannsóknina var birt í fagtímaritinu Food and Chemical Toxicology á dögunum, en hún var framkvæmd við Háskólann í Caen í Frakklandi. Niðurstöðurnar eru að Roundup-illgresiseyðirinn einn og sér valdi eitrunaráhrifum í rottum sem og erfðabreytta kornið, sem er ónæmt fyrir honum. Kornið og plöntueitrið er hvort tveggja framleitt af Monsanto og notað í gríðarlegu magni í Bandaríkjunum. Í Evrópu er leyfður innflutningur á erfðabreyttum maís úr kornafbrigði Monsanto en ræktun korntegundarinnar er óheimil. Illgresiseyðirinn Roundup er víða til sölu á Íslandi og mikið notaður. Eins er erfðabreyttur maís og soja flutt inn frá Bandaríkjunum í miklu magni til blöndunar í kjarnfóður handa íslenskum búpeningi. Þuríður Pétursdóttir, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir engar reglur á Íslandi takmarka innflutning á vörum sem byggja á löglegum erfðabreytingum. „Við höfum því ekki haft eftirlit með því hvers konar erfðabreytt korn er flutt til landsins.“ Þuríður telur að í raun sé allt soja sem hingað er flutt erfðabreytt og maís að langstærstum hluta. Frönsku vísindamennirnir fullyrða að rottur sem gefið var kornafbrigðið, NK603, eða korn sem hafði komist í snertingu við plöntueitrið hafi nær allar fengið æxli, líffæri þeirra hafi skaðast og þær drepist mun fyrr en rottur sem fengu annað fóður. Strax eftir að niðurstöðurnar voru kynntar fjölmiðlum ákváðu ráðherrar landbúnaðar-, umhverfis- og félagsmála í Frakklandi að láta sérfræðinga sína rýna í niðurstöðurnar, sem munu marka næstu skref stjórnvalda. Verði niðurstöðurnar taldar áreiðanlegar af opinberum aðilum munu þeir mælast til innflutningsbanns til ESB-landa, segir í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherrana. Óháðir vísindamenn, sem og talsmenn Monsanto, draga áreiðanleika frönsku rannsóknarinnar stórlega í efa. Aðrir sérfræðingar vilja meina að rannsóknin sé vel unnin langtímarannsókn og því allrar athygli verð.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira