Erfiðara að fá lán eftir að ný neytendalög tóku gildi 13. nóvember 2013 18:30 Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira