Erfitt að fá viðræður við ESB teknar upp Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2013 07:00 Össur og Bildt eru sammála um helstu áherslur í norðurslóðamálum. fréttablaðið/stefán Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt. Bildt er hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál. Bildt og Össur, sem opnuðu ráðstefnuna á mánudag, funduðu jafnframt sérstaklega og ræddu meðal annars stöðu aðildarumsóknar Íslands og lýsti Bildt, sem fyrr, einlægum stuðningi við hana. Ráðherrarnir ræddu framtíð norðurslóða og nauðsyn þess fyrir norðurskautsríkin að vera viðbúin auknum umsvifum þar og auknum áhuga annarra þjóða á því sem þar gerist. Eins og kunnugt er hefur Össur lagt þunga áherslu á norðurslóðamál í ráðherratíð sinni og telur að Ísland sé þar í lykilhlutverki. Bildt, sem veitir Norðurskautsráðinu forstöðu, deilir þeirri skoðun að mikilvægi Íslands sé verulegt. „Fyrir því eru margar ástæður. Lega landsins fyrir það fyrsta. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að kunna vel til verka við auðlindastjórnun í hafinu. Það má einnig bæta mikilvægi siglinga við þennan lista og þeirri staðreynd að hér er einn besti flugvöllur á norðurslóðum," segir Bildt. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt. Bildt er hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál. Bildt og Össur, sem opnuðu ráðstefnuna á mánudag, funduðu jafnframt sérstaklega og ræddu meðal annars stöðu aðildarumsóknar Íslands og lýsti Bildt, sem fyrr, einlægum stuðningi við hana. Ráðherrarnir ræddu framtíð norðurslóða og nauðsyn þess fyrir norðurskautsríkin að vera viðbúin auknum umsvifum þar og auknum áhuga annarra þjóða á því sem þar gerist. Eins og kunnugt er hefur Össur lagt þunga áherslu á norðurslóðamál í ráðherratíð sinni og telur að Ísland sé þar í lykilhlutverki. Bildt, sem veitir Norðurskautsráðinu forstöðu, deilir þeirri skoðun að mikilvægi Íslands sé verulegt. „Fyrir því eru margar ástæður. Lega landsins fyrir það fyrsta. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að kunna vel til verka við auðlindastjórnun í hafinu. Það má einnig bæta mikilvægi siglinga við þennan lista og þeirri staðreynd að hér er einn besti flugvöllur á norðurslóðum," segir Bildt.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira