Lífið

Erlend vefsíða vaktar Loga

Ugla Egilsdóttir skrifar
Magnús Björn Ólafsson, Logi Hilmarsson og Birkir Björns Halldórsson skrifuðu saman handritið að Grillingi.
Magnús Björn Ólafsson, Logi Hilmarsson og Birkir Björns Halldórsson skrifuðu saman handritið að Grillingi. Mynd/úr einkasafni
„Ég lofaði að láta þá vita ef ég væri að gera eitthvað spennandi,“ segir Logi Hilmarsson, en blaðið Twitch birti stiklu úr sjónvarpsþáttum eftir hann sem heita Grillingur, jafnvel þótt tökur á þáttunum séu enn ekki hafnar.

„Við fengum vilyrði hjá Stöð 2 fyrir Grillingi í fyrra. Verkefnið fjaraði hins vegar út vegna þess að við fengum ekki styrk hjá Kvikmyndasjóði. Við erum að bíða eftir fjármagni til þess að við getum farið í tökur, en við erum búin að gera eins konar prufuþátt, og líka stiklu,“ segir Logi.

Vefsíðan Twitch hefur sýnt verkum Loga áhuga um nokkurt skeið. „Ég gerði stuttmyndina Þyngdarafl, eða Gravity, fyrir nokkrum árum. Hún var sýnd á Tribeca Film Festival. Aðstandendur Twitch fóru fögrum orðum um stuttmyndina.“

Logi lærði kvikmyndagerð í Frakklandi. „Ég er uppalinn í Frakklandi,“ segir hann. Síðan flutti ég hingað og tók eina önn í Kvikmyndaskólanum. Ég hætti vegna þess að ég byrjaði strax að vinna í kvikmyndabransanum. Síðan er ég að skrifa mynd í fullri lengd, og svo vonast ég til að geta farið í tökur á Grillingi von bráðar. Handritið er alveg tilbúið. Ég skrifaði það með Birki Björns Halldórssyni, sem er þekktari sem rappari, og Magnúsi Birni Ólafssyni heimspekingi. Grillingur gerist um sumartíma á Seyðisfirði. Saga bæjarins spilar stórt hlutverk í sögunni, þannig að þættirnir geta hvergi annars staðar gerst,“ segir Logi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×