Erlendir fangar vilja að verðir geti talað ensku Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2016 07:00 Erlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. vísir/Anton brink Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Erlendir fangar á Litla-Hrauni sem tala ekki íslensku hafa kvartað undan lítilli enskukunnáttu starfsmanna fangelsisins. Fangarnir kvarta líka undan því að reglur fangelsisins séu einungis til á íslensku þrátt fyrir að ítrekað hafi verið beðið um að reglurnar verði þýddar. Þetta kemur fram í bréfi sem fangar sendu blaðamanni Upplýsingar til fanga við komu í fangelsið og lög um fullnustu refsinga eru meðal reglna sem vitnað er í. Þær reglur hafa ekki verið þýddar. Þá eru fangarnir ósáttir við það að Tryggvi Ágústsson, staðgengill forstöðumanns á Litla-Hrauni og deildarstjóri, tali ekki ensku eða neiti að minnsta kosti að eiga bein samskipti við fanga, sem tala ekki íslensku, á öðru tungumáli. Tólf erlendir fangar eru nú á Litla-Hrauni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að vandamálið sé ekki nýtt.Guðmundur Ingi Þóroddsson„Það eru starfsmenn sem tala ekki ensku og geta ekki bjargað sér. Lög og reglur eru oft bara kynntar á íslensku sem er óásættanlegt,“ segir Guðmundur og bætir við að það þekkist að íslenskir fangar fái þóknun fyrir að túlka fyrir erlenda fanga. „Okkur þykir óeðlilegt að fangar séu að túlka fyrir aðra fanga. Það getur til dæmis verið trúnaðarmál sem fanginn þarf að láta þýða sem hann vill ekki að aðrir fangar viti um.“ Guðmundur segir að fangar hafi mótmælt þegar Tryggvi var ráðinn deildarstjóri á Litla-Hrauni vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þá hafi hann ekki haft viðeigandi menntun né reynslu í málaflokknum sem sé nauðsynleg fyrir mann í hans stöðu. Tryggvi Ágústsson segist tala íslensku við fanga en láti aðra um að tala ensku. „Hér eru fangaverðir sem tala ýmis tungumál og svo höfum við kallað í túlka þegar það er nauðsynlegt,“ segir Tryggvi sem tjáir sig ekki um enskukunnáttu sína. „Ég ætla ekki að upplýsa alþjóð um kunnáttu mína hvorki í íslensku né ensku.“ Tryggvi segir það geta verið að fangar hafi hjálpað til við að túlka en það sé þá í undantekningartilfellum. Nú sé unnið að því að þýða upplýsingabæklinginn á ensku og fleiri tungumál. „Með tilliti til nýrra laga munum við uppfæra þennan pakka sem allir fangar fá sem koma hér inn. Það verður þýtt.“ Fréttin birtist fyrst í FréttablaðinuErlendir fangar kvarta undan því að forstöðumaður á Litla-Hrauni tali ekki ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/Anton Brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira