Erlendir þolendur ofbeldis fá ekki fræðslu Þórdís Valsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Erfitt getur reynst fyrir innflytjendur hér á landi að nálgast upplýsingar og fræðslu um heimilisofbeldi á öðru tungumáli en íslensku. NORDICPHOTOS/GETTY Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira