Erlendir þolendur ofbeldis fá ekki fræðslu Þórdís Valsdóttir skrifar 13. júní 2016 07:00 Erfitt getur reynst fyrir innflytjendur hér á landi að nálgast upplýsingar og fræðslu um heimilisofbeldi á öðru tungumáli en íslensku. NORDICPHOTOS/GETTY Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Túlkaþjónusta er ekki sjálfgefin fyrir erlenda þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis og mikið af fræðsluefni um ofbeldi er einungis til á íslensku. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Einnig er hár kostnaður á heilbrigðisþjónustu fyrir ósjúkratryggða talinn hindrun fyrir því að þau úrræði sem í boði eru séu nýtt. Innflytjendur eru ekki sjúkratryggðir fyrstu sex mánuði dvalar á landinu. Gríðarlega mikilvægt er fyrir þolendur að leita sér aðstoðar, til dæmis til þess að verða sér úti um áverkavottorð ef um líkamlegt ofbeldi er að ræða. „Ef þú ert ekki með áverkavottorð þá hverfa áverkarnir og þá er það bara orð á móti orði,“ segir Hildur Guðmundsdóttir, mannfræðingur og vaktstýra hjá Kvennaathvarfinu. Hún sat einnig í starfshópnum.Hildur Guðmundsdóttir. Fréttablaðið/PjeturStarfshópurinn telur mikilvægt að hugað sé sérstaklega að kostnaði fyrir ósjúkratryggða en þolendur heimilisofbeldis, sem ekki eru sjúkratryggðir, greiða 56.700 krónur í komugjald á bráðamóttöku. „Útlendingar eru oft í lægst launuðu störfunum og eiga kannski minnstan pening. Þessi kostnaður getur dregið úr því að fólk leiti sér hjálpar,“ segir Hildur. Til er margvíslegt fræðsluefni um ofbeldi en lítið hefur verið þýtt á önnur tungumál en íslensku eða skrifað sérstaklega með innflytjendur í huga. Þá er algjör skortur á efni fyrir karlmenn, bæði sem þolendur og gerendur. Einnig vekur athygli að upplýsingar um þjónustu hjá neyðarmóttökunni eru einungis á íslensku og ekkert fannst um neyðarmóttökuna á enskri vefsíðu Landspítalans og leitarorðið „rape“ skilar engum niðurstöðum. Starfshópurinn leggur til að bætt verði úr skorti á upplýsingum, meðal annars með því að gera miðlæga heimasíðu þar sem hægt væri að nálgast upplýsingar um ofbeldi, birtingarmyndir þess og úrræði bæði fyrir þolendur og gerendur.Þjónusta og úrræði sem er í boðiNeyðarmóttaka: Túlkur alltaf kallaður til þegar á þarf að halda.Kvennaathvarf: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkur kallaður í viðtöl.Stígamót: Viðtalsþjónusta ókeypis. Túlkaþjónusta ekki í boði nema beðið sé um hana, misjafnt hver greiðir fyrir þjónustuna.Kvennaráðgjöfin: Ókeypis opin ráðgjöf. Túlkaþjónusta ekki í boði.Drekaslóð: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk.Heimilisfriður: Viðtal kostar 3.000 kr. Ekki boðið upp á túlk. Heimilisfriður er eina þjónustan sem ætluð er gerendum. Ef einstaklingur pantar túlk með sér í viðtal, t.d. hjá sálfræðingi, þarf að greiða um 10.000 kr. fyrir þjónustuna til viðbótar því gjaldi sem greitt er fyrir sálfræðiþjónustuna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira