Innlent

Erlendur ferðamaður lenti í sjálfheldu í Kirkjufelli

Bjarki Ármannsson skrifar
Kirkjufell.
Kirkjufell. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitin Klakkur í Grundarfirði sótti á áttunda tímanum í kvöld erlendan ferðamann sem var í sjálfheldu í Kirkjufelli. Maðurinn var á gönguleiðinni sunnan megin í fjallinu þegar hann tapaði áttum í myrkrinu og treysti sér ekki niður sjálfur. Björgunarsveitarmenn fundu hann í um 350 til 400 metra hæð.

Fyrstu upplýsingar til björgunarsveita gáfu til kynna að einhver hefði fallið í fjallinu og var því töluvert mikið kallað út af björgunarliði, að því er fram kemur í tilkynningu Landsbjargar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sem og sérhæft fjallabjörgunarfólk af höfuðborgarsvæðinu var kallað út en svo afturkallað fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×