Erna Gísladóttir að eignast B&L og Ingvar Helgason Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2011 18:30 Eigendur BLIH ehf., móðurfélags Ingvars Helgasonar og B&L, hafa ákveðið að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L, í allt hlutafé í fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka, segist vongóður um að gengið verði frá sölunni á næstu dögum. Eignarhaldsfélagið BLIH ehf. fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og B&L (Bifreiðar og landbúnaðarvélar ehf.) Eftir bankahrunið eignðust bankarnir þessi fyrirtæki vegna skuldavanda eigenda þeirra en hluthafar í BLIH ehf. eru Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, sem fer með tæplega 63 prósenta hlut, Landsbankinn sem á 18,6 prósent og Lýsing sem á 18,5 prósent. Fyrirtækið hefur verið í söluferli hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og skiluðu tíu aðilar inn óskuldbindandi tilboðum. Eigendur BLIH ehf. ákváðu síðan að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L en hún er dóttir Gísla Guðmundssonar, fyrrverandi eiganda og stjórnarformanns B&L til margra ára. „Það var ákveðið að hleypa einum aðila áfram. Við töldum þetta tilboð þjóna best hagsmunum okkar. Þetta var besta tilboðið, en ferlið er ekki búið," segir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðengis. Birgjar þurfa hins vegar að samþykkja söluna, en þar er um að ræða fyrirtæki eins og Subaru, Hyundai, Nissan/Renault og BMW og Landrover í tilviki B&L. „Það er að mörgu leyti flókið að selja fyrirtækið því það þurfa margir ólíkir aðilar að samþykkja," segir Ólafur Þór. Erna Gísladóttir ætti að þekkja ágætlega til hjá BMW og Land Rover, sem framleiða m.a Range Rover biðfreiðarnar, þar sem hún gegndi starfi forstjóra B&L til ársins 2008 en hafði þar á undan starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1987. Hún er í raun þriðja kynslóð stjórnanda hjá B&L því afi hennar stofnaði fyrirtækið árið 1954. Við sölu á fyrirtækjum af þessu tagi skiptir afstaða birgja miklu máli því þeir ráða hvort þeir fari í samstarf við nýja eigendur. B&L og Ingvar Helgason eru ekki fyrstu bílaumboðin sem Erna reynir að kaupa eftir bankahrunið því hún var á meðal þeirra sem skiluðu inn tilboðum í Heklu, án árangurs, þegar fyrirtækið var selt fyrr á þessu ári. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á B&L og Ingvari Helgasyni af hálfu kaupenda. Framkvæmdastjóri Miðengis sagðist vonast til þess að hægt væri að ganga frá sölunni á næstu dögum. „Ég vona að þetta gerist á allra næstu dögum," sagði Ólafur Þór en bætti við að það gæti gerst að því gefnu að birgjar gæfu samþykki sitt og að ekkert óvænt kæmi upp á. Guðmundur Gíslason, afi Ernu, stofnaði B&L, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, ásamt fleirum fyrir 57 árum, en fjölskyldan seldi dótturfélagi Sunds allt hlutafé í fyrirtækinu árið 2007. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Eigendur BLIH ehf., móðurfélags Ingvars Helgasonar og B&L, hafa ákveðið að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L, í allt hlutafé í fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka, segist vongóður um að gengið verði frá sölunni á næstu dögum. Eignarhaldsfélagið BLIH ehf. fer með allt hlutafé í Ingvari Helgasyni ehf. og B&L (Bifreiðar og landbúnaðarvélar ehf.) Eftir bankahrunið eignðust bankarnir þessi fyrirtæki vegna skuldavanda eigenda þeirra en hluthafar í BLIH ehf. eru Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, sem fer með tæplega 63 prósenta hlut, Landsbankinn sem á 18,6 prósent og Lýsing sem á 18,5 prósent. Fyrirtækið hefur verið í söluferli hjá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og skiluðu tíu aðilar inn óskuldbindandi tilboðum. Eigendur BLIH ehf. ákváðu síðan að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L en hún er dóttir Gísla Guðmundssonar, fyrrverandi eiganda og stjórnarformanns B&L til margra ára. „Það var ákveðið að hleypa einum aðila áfram. Við töldum þetta tilboð þjóna best hagsmunum okkar. Þetta var besta tilboðið, en ferlið er ekki búið," segir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðengis. Birgjar þurfa hins vegar að samþykkja söluna, en þar er um að ræða fyrirtæki eins og Subaru, Hyundai, Nissan/Renault og BMW og Landrover í tilviki B&L. „Það er að mörgu leyti flókið að selja fyrirtækið því það þurfa margir ólíkir aðilar að samþykkja," segir Ólafur Þór. Erna Gísladóttir ætti að þekkja ágætlega til hjá BMW og Land Rover, sem framleiða m.a Range Rover biðfreiðarnar, þar sem hún gegndi starfi forstjóra B&L til ársins 2008 en hafði þar á undan starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1987. Hún er í raun þriðja kynslóð stjórnanda hjá B&L því afi hennar stofnaði fyrirtækið árið 1954. Við sölu á fyrirtækjum af þessu tagi skiptir afstaða birgja miklu máli því þeir ráða hvort þeir fari í samstarf við nýja eigendur. B&L og Ingvar Helgason eru ekki fyrstu bílaumboðin sem Erna reynir að kaupa eftir bankahrunið því hún var á meðal þeirra sem skiluðu inn tilboðum í Heklu, án árangurs, þegar fyrirtækið var selt fyrr á þessu ári. Nú stendur yfir áreiðanleikakönnun á B&L og Ingvari Helgasyni af hálfu kaupenda. Framkvæmdastjóri Miðengis sagðist vonast til þess að hægt væri að ganga frá sölunni á næstu dögum. „Ég vona að þetta gerist á allra næstu dögum," sagði Ólafur Þór en bætti við að það gæti gerst að því gefnu að birgjar gæfu samþykki sitt og að ekkert óvænt kæmi upp á. Guðmundur Gíslason, afi Ernu, stofnaði B&L, Bifreiðar og landbúnaðarvélar, ásamt fleirum fyrir 57 árum, en fjölskyldan seldi dótturfélagi Sunds allt hlutafé í fyrirtækinu árið 2007. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira