Eru ekki til tals um raflínu yfir hálendið 10. apríl 2015 07:00 Það var kannski táknrænt að langt var á milli forstjóra Landsnets og formanns Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrirspurnatíma vorfundarins í gær. mynd/hreinn magnússon „Hvað varðar lagningu háspennulínu yfir hálendi Íslands, næst aldrei sátt við ferðaþjónustuna um það,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á vorfundi Landsnets í gær þar sem fjallað var um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur Landsnets í því samhengi.Nýjar áherslur Landsnet kynnti á fundinum nýjar áherslur til að þróa og viðhalda flutningskerfi raforku, í sátt við samfélag og umhverfi. „Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.Staðreynd sem blasir við Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, minnti á það í erindi sínu sem fyrir löngu er öllum ljóst – styrkja þarf flutningskerfið enda svarar byggðalínan sem lögð var fyrir fjórum áratugum engan veginn kalli tímans. Fjárfesting upp á 70 til 100 milljarða næsta áratuginn er nauðsynleg til að mæta væntingum og kröfum í samfélaginu, að hans sögn. Tenging sterks dreifikerfis suðvesturhornsins við önnur landsvæði verði að skoðast í því ljósi að gríðarleg verðmæti fari forgörðum á ári hverju að óbreyttu. Það eru þrír til tíu milljarðar á ári, er mat Landsnets, en flutningstakmarkanir koma í veg fyrir staðsetningu meðalstórra fyrirtækja úti á landi, svo ekki sé nefnt orkuöryggi sem kemur öllum landslýð og fyrirtækjum við – líka ferðaþjónustunni.Tvær leiðir Til að gera þetta eru tvær leiðir færar; hálendisleið, eða lögn línu yfir Sprengisand, eða byggðaleið – uppbygging byggðalínunnar þar sem hún liggur hringinn í kringum landið. „Að hafna hálendisleiðinni er að velja hina,“ sagði Guðmundur Ingi. Svo einföld er þessi mynd. Hvað hálendisleiðina varðar er hún þrískipt; loftlína alla leið. Loftlína með allt að 50 kílómetra jarðstreng. Síðasti kosturinn er jarðstrengur alla leið með svokallaðri jafnstraumstækni – en hún er varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæstreng til Bretlands, sagði Guðmundur en eins og þekkt er virðist það verkefni neðarlega í verkefnabunka stjórnvalda þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi lagt töluverða vinnu í að þoka málinu áfram.Rammaáætlun ferðaþjónustunnar Skilaboð Gríms Sæmundsen á fundinum urðu hins vegar ekki misskilin. Ferðaþjónustan er til tals um lagningu jarðstrengs yfir hálendið, en í raun ekkert annað eins og að framan greinir. Hann sagði jafnframt að mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslegu tilliti væri slíkt í dag að stórar ákvarðanir er varða náttúruna sem auðlind verði eftirleiðis að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Nefndi hann vinnu við rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, í því samhengi síðastliðin 15 ár. „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslenskri náttúru felast,“ sagði Grímur og gerði að tillögu sinni að áætlun til verndar og nýtingar landsvæða verði í framtíðinni gerð á forsendum íslenskrar ferðaþjónustu – eða um „rammaáætlun ferðaþjónustunnar“ verði að ræða. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
„Hvað varðar lagningu háspennulínu yfir hálendi Íslands, næst aldrei sátt við ferðaþjónustuna um það,“ sagði Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, á vorfundi Landsnets í gær þar sem fjallað var um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur Landsnets í því samhengi.Nýjar áherslur Landsnet kynnti á fundinum nýjar áherslur til að þróa og viðhalda flutningskerfi raforku, í sátt við samfélag og umhverfi. „Landsnet er að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira samráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfaglegra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.Staðreynd sem blasir við Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, minnti á það í erindi sínu sem fyrir löngu er öllum ljóst – styrkja þarf flutningskerfið enda svarar byggðalínan sem lögð var fyrir fjórum áratugum engan veginn kalli tímans. Fjárfesting upp á 70 til 100 milljarða næsta áratuginn er nauðsynleg til að mæta væntingum og kröfum í samfélaginu, að hans sögn. Tenging sterks dreifikerfis suðvesturhornsins við önnur landsvæði verði að skoðast í því ljósi að gríðarleg verðmæti fari forgörðum á ári hverju að óbreyttu. Það eru þrír til tíu milljarðar á ári, er mat Landsnets, en flutningstakmarkanir koma í veg fyrir staðsetningu meðalstórra fyrirtækja úti á landi, svo ekki sé nefnt orkuöryggi sem kemur öllum landslýð og fyrirtækjum við – líka ferðaþjónustunni.Tvær leiðir Til að gera þetta eru tvær leiðir færar; hálendisleið, eða lögn línu yfir Sprengisand, eða byggðaleið – uppbygging byggðalínunnar þar sem hún liggur hringinn í kringum landið. „Að hafna hálendisleiðinni er að velja hina,“ sagði Guðmundur Ingi. Svo einföld er þessi mynd. Hvað hálendisleiðina varðar er hún þrískipt; loftlína alla leið. Loftlína með allt að 50 kílómetra jarðstreng. Síðasti kosturinn er jarðstrengur alla leið með svokallaðri jafnstraumstækni – en hún er varla raunhæf lausn nema í tengslum við sæstreng til Bretlands, sagði Guðmundur en eins og þekkt er virðist það verkefni neðarlega í verkefnabunka stjórnvalda þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi lagt töluverða vinnu í að þoka málinu áfram.Rammaáætlun ferðaþjónustunnar Skilaboð Gríms Sæmundsen á fundinum urðu hins vegar ekki misskilin. Ferðaþjónustan er til tals um lagningu jarðstrengs yfir hálendið, en í raun ekkert annað eins og að framan greinir. Hann sagði jafnframt að mikilvægi ferðaþjónustunnar í efnahagslegu tilliti væri slíkt í dag að stórar ákvarðanir er varða náttúruna sem auðlind verði eftirleiðis að taka með hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Nefndi hann vinnu við rammaáætlun, eða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, í því samhengi síðastliðin 15 ár. „Það er kominn tími til að settur sé verðmiði á þau óefnislegu gæði sem í ósnortinni íslenskri náttúru felast,“ sagði Grímur og gerði að tillögu sinni að áætlun til verndar og nýtingar landsvæða verði í framtíðinni gerð á forsendum íslenskrar ferðaþjónustu – eða um „rammaáætlun ferðaþjónustunnar“ verði að ræða.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira