Eru Íslendingar kaldlynd og sjálfhverf þjóð? Jón Kalman Stefánsson skrifar 27. september 2014 07:00 Í marsmánuði árið 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga að auka framlag okkar til þróunaraðstoðar. Allur þingheimur, hver og einn einasti þingmaður þáverandi stjórnar og stjórnarandstöðu, samþykkti það einum rómi. Allir, utan Vigdís Hauksdóttir sem gagnrýndi áformin hart, kölluðu þau gæluverkefni stjórnarflokkanna, og að þróunaraðstoð væri ekki réttlætanleg „þegar Íslendingar sjálfir svelta“.Barátta gegn fátækt gæluverkefni? Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að betur stæðar þjóðir verji hið minnsta 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar; leggi fram fjármuni og þekkingu til að bæta samfélag þróunarríkja, og vinna bug á fátækt. Þetta er því barátta gegn fátækt og fyrir betri heimi. Gæluverkefni, segir Vigdís. Í marsmánuði árið 2013 stóð hún ein við þennan hæpna málstað sinn, þessa baráttu sína við að draga verulega úr þróunaraðstoð Íslendinga. Ekki einu sinni flokkssystkin hennar tóku undir með henni – fyrr en þau settust sjálf í ríkisstjórn. Því Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu ekki fyrr sest að völdum en þeir afturkölluðu fyrirhugaða hækkun, og skáru framlagið að auki niður um 700 milljónir – framlag okkar þar með komið niður í 0,21 prósent. Allt samkvæmt stefnu hagræðingarhópsins sem Vigdís og Guðlaugur Þór leiddu, og vildu í viðbót leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), sem nýtur mikillar virðingar erlendis fyrir framúrskarandi fagmennsku. Forseti Íslands, og ófáir stjórnarþingmenn, ég tala ekki um vígreifan forsætisráðherra, fullyrða að allt sé á uppleið á Íslandi, og að sögn forsetans er endurreisn okkar eftir hrun á heimsmælikvarða og vekur aðdáun víða um heim. Samt höfum við ekki efni á að að hækka framlag okkar til þróunaraðstoðar, sem hefði átt að vera komin upp í 0,35% ef áætlun fyrri stjórnar hefði gengið eftir. Skyldi það líka vekja aðdáun víða um heim? Vekur það aðdáun að um leið og ríkisstjórnin sker niður fé til þróunarmála boðar hún útgjaldahækkun til hernaðartengdra mála. Vill einhver taka til máls um það?Gunnar Bragi, það er ljótt að ljúga Til viðbótar að lækka framlög til þróunarmála um nokkur hundruð milljónir, vill Gunnar Bragi utanríkisráðherra leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður og færa undir sitt ráðuneyti. ÞSSÍ er sjálfstæð stofnun sem nýtur virðingar erlendis fyrir gegnheila fagmennsku, svo mikillar að Evrópusambandið hefur beðið hana um að hafa umsjón með ýmsum verkefnum á þeirra vegum. Hvers vegna vill Gunnar Bragi leggja þessa virtu stofnun niður? „Það er búið að vinna margar skýrslur,“ sagði hann í viðtali, „um hvernig best sé að halda á þróunarsamvinnu. Þær hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að það sé rétt að sameina þetta inn í ráðuneytin.“Hér lýgur utanríkisráðherrann – og það er ljótt að ljúga Og einfaldlega siðlaust þegar málið snýst um hungruð, sárafátæk börn í Afríku. Gunnar Bragi lét vissulega vinna skýrslu um þróunarsamvinnu Íslands, umhugsunarvert út af fyrir sig, að í stað þess að styrkja málefnið eru settar margar milljónir í skýrslugerð; og sú skýrsla hefur nánast verið skrúfuð í sundur af fagfólki. Fyrir utan skýrslu Gunnars er einungis til ein önnur, unnin innan ráðuneytisins í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, sem leggur það til að ÞSSÍ verði sameinað ráðuneytinu. Það er allt. Tvær skýrslur eru allt í einu orðnar „margar skýrslur“. Og Gunnar Bragi kýs að þegja um viðamikla skýrslu unna af stjórnsýslufræðingi fyrir nokkrum árum þar sem þung áhersla er lögð á að fylgja því skipulagi sem gilt hefur. En af hverju lýgur utanríkisráðherra? Og hvers vegna vill hann leggja niður stofnun sem hefur margsannað mikilvægi sitt og nýtur virðingar á alþjóðavísu? „Þetta er…sú leið sem langflest okkar nágranna– og samanburðarlönd hafa farið,“ segir Gunnar Bragi.Það er í besta falli hálfsannleikur Og hann nefnir ekki að í Hollandi hefur rannsóknarráð hollenska ríkisins gagnrýnt slíkt fyrirkomulag harðlega, með þeim orðum að þetta sambland af þróunarsamvinnu og diplómatíu hafi skert fagmennskuna til muna. Af hverju fer Gunnar Bragi annaðhvort með rangt mál, eða hagræðir sannleikanum sér í hag? Hvað gengur honum til? Aldraður frændi minn, sem í áratugi var viðloðandi Framsóknarflokkinn, starfaði þar af heilindum í grasrótinni, fullyrðir í mín eyru að hér sé á ferðinni vilji til að nýta þróunarsamvinnu í því skyni að koma íslenskum fyrirtækjum á framfæri í Afríku, þar eru nefnilega mörg tækifærin. Ég verð nú að segja að þótt ég hafi sæmilegt ímyndunarafl, hafði mér ekki dottið í hug að íslenskur ráðamaður gæti upphugsað jafn kaldrifjaða áætlun. Vill einhver taka til máls um það?Kaldlynd þjóð? Staðreynd: Framlag okkar til þróunarmála hefur ætíð verið langt undir því sem tíðkast hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Svo lágt að það má heita þjóðarskömm. Önnur staðreynd: samt hefur núverandi stjórn lækkað framlagið um mörg hundruð milljónir, um leið og hún hækkar framlag til hermála. Ein staðreynd til: Gunnar Bragi hefur, þvert á vilja fagaðila, ákveðið að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður, í besta falli með mjög hæpnar röksemdir að vopni, í versta falli siðlausar. Er ekki hægt að senda tillögur hans Ríkisendurskoðanda til umsagnar, um hvort þær samrýmist góðri stjórnsýslu? Eða skiptir góð stjórnsýsla ekki lengur máli? Vigdís Hauksdóttir segir það gæluverkefni að hjálpa þeim sem þjást úti í heimi. Þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins tóku undir það með því að samþykkja mikla lækkun á framlagi til þróunarstarfa, og Gunnar Bragi vill flýta sér að leggja niður stofnun sem er virt innanlands sem utan fyrir fagmennsku og hæfni á vettvangi þróunaraðstoðar. Vill einhver taka til máls um þetta? Eða erum við einfaldlega sjálfhverf og kaldlynd þjóð, og þess vegna alveg sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í marsmánuði árið 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga að auka framlag okkar til þróunaraðstoðar. Allur þingheimur, hver og einn einasti þingmaður þáverandi stjórnar og stjórnarandstöðu, samþykkti það einum rómi. Allir, utan Vigdís Hauksdóttir sem gagnrýndi áformin hart, kölluðu þau gæluverkefni stjórnarflokkanna, og að þróunaraðstoð væri ekki réttlætanleg „þegar Íslendingar sjálfir svelta“.Barátta gegn fátækt gæluverkefni? Sameinuðu þjóðirnar hafa sett það markmið að betur stæðar þjóðir verji hið minnsta 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar; leggi fram fjármuni og þekkingu til að bæta samfélag þróunarríkja, og vinna bug á fátækt. Þetta er því barátta gegn fátækt og fyrir betri heimi. Gæluverkefni, segir Vigdís. Í marsmánuði árið 2013 stóð hún ein við þennan hæpna málstað sinn, þessa baráttu sína við að draga verulega úr þróunaraðstoð Íslendinga. Ekki einu sinni flokkssystkin hennar tóku undir með henni – fyrr en þau settust sjálf í ríkisstjórn. Því Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn höfðu ekki fyrr sest að völdum en þeir afturkölluðu fyrirhugaða hækkun, og skáru framlagið að auki niður um 700 milljónir – framlag okkar þar með komið niður í 0,21 prósent. Allt samkvæmt stefnu hagræðingarhópsins sem Vigdís og Guðlaugur Þór leiddu, og vildu í viðbót leggja niður Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), sem nýtur mikillar virðingar erlendis fyrir framúrskarandi fagmennsku. Forseti Íslands, og ófáir stjórnarþingmenn, ég tala ekki um vígreifan forsætisráðherra, fullyrða að allt sé á uppleið á Íslandi, og að sögn forsetans er endurreisn okkar eftir hrun á heimsmælikvarða og vekur aðdáun víða um heim. Samt höfum við ekki efni á að að hækka framlag okkar til þróunaraðstoðar, sem hefði átt að vera komin upp í 0,35% ef áætlun fyrri stjórnar hefði gengið eftir. Skyldi það líka vekja aðdáun víða um heim? Vekur það aðdáun að um leið og ríkisstjórnin sker niður fé til þróunarmála boðar hún útgjaldahækkun til hernaðartengdra mála. Vill einhver taka til máls um það?Gunnar Bragi, það er ljótt að ljúga Til viðbótar að lækka framlög til þróunarmála um nokkur hundruð milljónir, vill Gunnar Bragi utanríkisráðherra leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður og færa undir sitt ráðuneyti. ÞSSÍ er sjálfstæð stofnun sem nýtur virðingar erlendis fyrir gegnheila fagmennsku, svo mikillar að Evrópusambandið hefur beðið hana um að hafa umsjón með ýmsum verkefnum á þeirra vegum. Hvers vegna vill Gunnar Bragi leggja þessa virtu stofnun niður? „Það er búið að vinna margar skýrslur,“ sagði hann í viðtali, „um hvernig best sé að halda á þróunarsamvinnu. Þær hafa allar komist að þeirri niðurstöðu að það sé rétt að sameina þetta inn í ráðuneytin.“Hér lýgur utanríkisráðherrann – og það er ljótt að ljúga Og einfaldlega siðlaust þegar málið snýst um hungruð, sárafátæk börn í Afríku. Gunnar Bragi lét vissulega vinna skýrslu um þróunarsamvinnu Íslands, umhugsunarvert út af fyrir sig, að í stað þess að styrkja málefnið eru settar margar milljónir í skýrslugerð; og sú skýrsla hefur nánast verið skrúfuð í sundur af fagfólki. Fyrir utan skýrslu Gunnars er einungis til ein önnur, unnin innan ráðuneytisins í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, sem leggur það til að ÞSSÍ verði sameinað ráðuneytinu. Það er allt. Tvær skýrslur eru allt í einu orðnar „margar skýrslur“. Og Gunnar Bragi kýs að þegja um viðamikla skýrslu unna af stjórnsýslufræðingi fyrir nokkrum árum þar sem þung áhersla er lögð á að fylgja því skipulagi sem gilt hefur. En af hverju lýgur utanríkisráðherra? Og hvers vegna vill hann leggja niður stofnun sem hefur margsannað mikilvægi sitt og nýtur virðingar á alþjóðavísu? „Þetta er…sú leið sem langflest okkar nágranna– og samanburðarlönd hafa farið,“ segir Gunnar Bragi.Það er í besta falli hálfsannleikur Og hann nefnir ekki að í Hollandi hefur rannsóknarráð hollenska ríkisins gagnrýnt slíkt fyrirkomulag harðlega, með þeim orðum að þetta sambland af þróunarsamvinnu og diplómatíu hafi skert fagmennskuna til muna. Af hverju fer Gunnar Bragi annaðhvort með rangt mál, eða hagræðir sannleikanum sér í hag? Hvað gengur honum til? Aldraður frændi minn, sem í áratugi var viðloðandi Framsóknarflokkinn, starfaði þar af heilindum í grasrótinni, fullyrðir í mín eyru að hér sé á ferðinni vilji til að nýta þróunarsamvinnu í því skyni að koma íslenskum fyrirtækjum á framfæri í Afríku, þar eru nefnilega mörg tækifærin. Ég verð nú að segja að þótt ég hafi sæmilegt ímyndunarafl, hafði mér ekki dottið í hug að íslenskur ráðamaður gæti upphugsað jafn kaldrifjaða áætlun. Vill einhver taka til máls um það?Kaldlynd þjóð? Staðreynd: Framlag okkar til þróunarmála hefur ætíð verið langt undir því sem tíðkast hjá þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Svo lágt að það má heita þjóðarskömm. Önnur staðreynd: samt hefur núverandi stjórn lækkað framlagið um mörg hundruð milljónir, um leið og hún hækkar framlag til hermála. Ein staðreynd til: Gunnar Bragi hefur, þvert á vilja fagaðila, ákveðið að leggja Þróunarsamvinnustofnun Íslands niður, í besta falli með mjög hæpnar röksemdir að vopni, í versta falli siðlausar. Er ekki hægt að senda tillögur hans Ríkisendurskoðanda til umsagnar, um hvort þær samrýmist góðri stjórnsýslu? Eða skiptir góð stjórnsýsla ekki lengur máli? Vigdís Hauksdóttir segir það gæluverkefni að hjálpa þeim sem þjást úti í heimi. Þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins tóku undir það með því að samþykkja mikla lækkun á framlagi til þróunarstarfa, og Gunnar Bragi vill flýta sér að leggja niður stofnun sem er virt innanlands sem utan fyrir fagmennsku og hæfni á vettvangi þróunaraðstoðar. Vill einhver taka til máls um þetta? Eða erum við einfaldlega sjálfhverf og kaldlynd þjóð, og þess vegna alveg sama?
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun