Eru lífsgildi öfgatrúleysishópa leiðarljós Mannréttindaráðs? Fjalar Freyr Einarsson skrifar 16. desember 2010 06:00 Umræða um tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á tillögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka tillagnanna. En því fer fjarri. Vissulega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stendur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið tillögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meirihlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meirihlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkjunni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsingar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsóknum? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþróttafélögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sérstaka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kennari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skilning þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mikilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla". Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu" þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfga trúleysishópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nemendum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunarkenning Darwins fer gegn trúarskoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð" verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skólastarfi sem teljist hluti af gamalgrónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi" barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rökleysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Umræða um tillögu Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar (MR) hefur ekki verið hávær eftir breytingar sem ráðið gerði á tillögunum. Telja margir að þar hafi ráðið tekið af alla annmarka tillagnanna. En því fer fjarri. Vissulega hefur verið tekið tillit til margra ábendinga en eftir stendur sami grautur í nýrri skál. Meirihluti MR hefur varið tillögur sínar og segir að tillögurnar séu samstíga leiðbeinandi reglum þjóðkirkjunnar í öllum atriðum nema einu. Slíkur rökstuðningur lýsir óbilgirni og rökleysi meirihlutans í undarlegum tillögum. Í því sambandi vil ég spyrja meirihlutann hvaða liður það sé sem er svona mikið samstíga þjóðkirkjunni. Er það að: Kirkjan megi ekki heimsækja grunnskóla eða kynna gott starf kirkjunnar? Ekki megi hengja upp auglýsingar um kristilegt æskulýðsstarf? Nemendur mega ekki þiggja Nýja testamentið að gjöf? Nemendur megi ekki syngja eða taka annan þátt í kirkjuheimsóknum? Prestar komi ekki að áfallahjálp nema með sérstöku samþykki allra hlutaðeigandi barna? Trúar- og lífsskoðunarfélög skipuleggi ekki fermingar- og barnastarf á skólatíma en íþróttafélögum og tómstundastarfi utan kirkju sé það heimilt? Tónmenntakennarar megi ekki syngja sálma með nemendum? Í grunnskólum landsins er litið á nemendur sem einstaklinga með mismunandi þarfir sem þarf að mæta. Þar er meðal annars að finna nemendur sem þurfa sérstaka fæðu, hafa ofnæmi, fara í viðtal til námsráðgjafa eða fara í aðrar stofur að læra. Sumir hafa röskun á einhverfurófi, aðrir eru með tourette og enn aðrir eru á lyfjum. Mín reynsla sem kennari er að ef sérstakar aðstæður nemanda eru útskýrðar vel fyrir öðrum nemendum eykur það skilning þeirra gagnvart nemandanum og breytir neikvæðum viðhorfum þeirra í jákvæð. Það sama tel ég eiga við þegar nemendur hafa aðra trúar- eða lífsskoðun. Því er afar misráðið að útiloka svo mikilvægt atriði í lífi einstaklinga og þjóðar. Skólastarf á Íslandi markast af stefnu sem kallast „Skóli fyrir alla". Er hún talin auka skilning barna á félagslegri blöndun nemenda og undirbúningi þeirra fyrir þátttöku í samfélaginu í fullu jafnræði. MR telur þetta ekki gilda um trúar- og lífsskoðanir, sem er mjög undarlegt og fer gamaldags leið í ætt við þá að loka þroskahefta á sér stofnun svo hinir „heilbrigðu" þurfi ekki að sjá þá í stað þess að leyfa fjölbreytileika manna að vera á yfirborðinu. Það er kjörið tækifæri fyrir kennara að þjálfa nemendur í umburðarlyndi og skilningi á því að lífsviðhorf fólks sé mismunandi. Ætli MR sér að fara þá grýttu leið að hafa lífsgildi öfga trúleysishópa að leiðarljósi verður ráðið að gera sér grein fyrir því að aðrir lífsgildishópar hafa sama rétt og að fara yrði því alla leið. Það fer til dæmis gegn lífsskoðunum Votta Jehóva að halda hátíðir eins og jól og afmæli. Ætlar MR að beita sér fyrir því að afnema litlu jólin og banna skólunum að halda slíkar hátíðir á skólatíma eða banna nemendum að syngja afmælissönginn til að gæta jafnræðis? Fræðsla á kynlífi og notkun smokka fer gegn lífsskoðunum kaþólikka. Þróunarkenning Darwins fer gegn trúarskoðunum strangtrúaðra. Hópar trúaðra telja samkynhneigð synd. Slíkt „trúboð" verður að stöðva ef MR ætlar að vera samkvæmt sjálfu sér. Meirihluti MR reynir að bakka út úr ógöngum sínum með því að taka það fram að hefðir í skólastarfi sem teljist hluti af gamalgrónum hátíðum þjóðarinnar séu í lagi. Ég spyr þá MR hvort það sé skilningur meirihlutans að það sé í lagi að brjóta „mannréttindi" barna á gamalgrónum hátíðum en ekki aðra daga? Það sér það hver sem vill sjá að tillögur MR eru rökleysa og þegar á heildina er litið er ekki verið að verja mannréttindi heldur ráða annarlegir hagsmunir för. Það er óeðlileg stjórnsýsla sem á ekki að sjást í höfuðborg okkar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar