Innlent

Erum eftirbátar í ættleiðingum

Möguleikar til að ættleiða sagðir aukast með sameiningu félaga.
Möguleikar til að ættleiða sagðir aukast með sameiningu félaga.
Íslensk ættleiðing og Alþjóðleg ættleiðing hafa verið sameinuð undir merkjum Íslenskrar ættleiðingar. Í tilkynningu segir að nú aukist möguleikar umsækjenda til að ættleiða barn í upphafi umsóknarferils. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð fyrir fimmtán mánuðum og hlaut löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Póllandi en ekkert barn var ættleitt fyrir tilstilli félagsins.

„Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda á þessu sviði og ekki er hægt að una við langa biðlista eftir barni hér innanlands, meðan staðfest er að yfirgefnum og munaðarlausum börnum í heiminum er ekki að fækka,“ segir í tilkynningunni. - gar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×