Erum við hvalveiðiþjóð? Sigursteinn Másson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurfum við fyrst að skilgreina hugtakið hvalveiðiþjóð. Við lítum hiklaust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingarréttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðarinnar og hugtakanotkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Baskar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hollendingum. Svo komu Frakkar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörðum. Þetta voru því erlendar stórþjóðir sem stunduðu hér stórfelldar hvalveiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undantekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andarnefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal landsmanna með hvalveiðar útlendinga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgarafundir allt frá Siglufirði til Eskifjarðar þar sem krafist var takmarkana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megináhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hvalstöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuðstöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Hamborg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórnvöld einhliða að setja á algert hvalveiðibann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heimastjórnin viljað sýna hvað í henni bjó. Í fimmtán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verksmiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norðmenn í tómt í leit sinni að Íslandssléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hægfara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðsárunum en það var ekki fyrr en 1948, með stofnun Hvals hf. að iðnaðarveiðar undir stjórn Íslendínga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóðir heims komist að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðarskyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofnaðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnuskyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimmtíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hvalveiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt fordæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessum deyjandi iðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Til að hægt sé að svara því hvort við séum hvalveiðiþjóð þurfum við fyrst að skilgreina hugtakið hvalveiðiþjóð. Við lítum hiklaust á okkur sem fiskveiðiþjóð og vart nokkur ágreiningur um það. Hlutfallslega er ekkert þjóðríki eins háð hafinu með afkomu sína og hefur það að sjálfsögðu mótað afstöðu Íslendinga til hafsins og nýtingu þess. Litið er á nýtingarréttinn á auðlindum sjávar sem nánast heilagan rétt þjóðarinnar. Tungutak þjóðarinnar og hugtakanotkun hefur endurspeglað þetta. Þegar hvalveiðar hófust við Ísland um 1600, eftir að Baskar höfðu uppgötvað Íslandsmið á leið sinni norður að Svalbarða, og í þrjú hundruð ár þaðan í frá, til 1900 stunduðu Íslendingar engar hvalveiðar í atvinnuskyni. Danir komu á eftir Böskum ásamt Hollendingum. Svo komu Frakkar og síðar settu Norðmenn upp stórar hvalstöðvar á Vestfjörðum. Þetta voru því erlendar stórþjóðir sem stunduðu hér stórfelldar hvalveiðar en Íslendingar máttu heppnir heita ef þeir fengu íhlaupavinnu á planinu. Undantekningin frá þessu voru tilraunir nokkurra vestfirskra bænda að hefja veiðar á hrefnu og andarnefjum en þær tilraunir voru endasleppar. Strax 1866 var farið að gæta mikillar óánægju meðal landsmanna með hvalveiðar útlendinga hér. Þá og áratugina á eftir voru haldnir fjölmargir borgarafundir allt frá Siglufirði til Eskifjarðar þar sem krafist var takmarkana á veiðarnar og jafnvel hvalveiðibanns. Athygli vekur að bæjarstjórn Ísafjarðar lét ekki sitt eftir liggja en lýsti formlega yfir áhyggjum sínum vegna ofveiði á hvölum við landið. Megináhyggjurnar snérust um mengun og ólykt sem stafaði frá hvalstöðvunum, arðrán og slæm áhrif veiðanna á fiskgengd. Í kringum aldamótin 1900 voru höfuðstöðvar hvalveiðifyrirtækja sem hér gerðu út í borgum eins og Ósló, Hamborg, Leith og New York en engar í Reykjavík. 1913 ákváðu íslensk stjórnvöld einhliða að setja á algert hvalveiðibann við Ísland þrátt fyrir mikinn þrýsting og mótmæli frá Norðmönnum sem studd voru af Dönum. Nær víst má telja að ákvörðunin hafi verið liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og að með henni hafi heimastjórnin viljað sýna hvað í henni bjó. Í fimmtán ár, allt til 1928, stóðu íslensk stjórnvöld gegn þrýstingi erlendra ríkja um að hefja hvalveiðar að nýju. Það ár snéru fjögur verksmiðjuskip Norðmanna að nýju á Íslandsmið en rétt eins og Frakkar nokkrum árum áður gripu Norðmenn í tómt í leit sinni að Íslandssléttbaki. Til að byrja með höfðu veiðarnar beinst að þessum hægfara hval sem auðvelt var að skutla en þegar hér var komið sögu var hann horfinn af Íslandsmiðum og hefur nær ekkert sést síðan. Hvalveiðar lágu að mestu niðri á stríðsárunum en það var ekki fyrr en 1948, með stofnun Hvals hf. að iðnaðarveiðar undir stjórn Íslendínga hófust. Þær stóðu i 41 ár þar til alþjóðlegt hvalveiðibann tók gildi við Ísland. Þá höfðu þjóðir heims komist að þeirri niðurstöðu að hætta skyldi alfarið veiðum og milliríkjaviðskiptum með hvalaafurðir í hagnaðarskyni. Ákvörðunin sem tekin var af Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem Íslendingar voru meðal stofnaðila að, var útgerðarmönnum og stjórnvöldum hér á landi ekki að skapi og þegar Íslendingar gengu að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið var það gert með fyrirvara um réttinn til hvalveiða í atvinnuskyni. Í fjögur hundruð ára sögu hvalveiða við landið spannar samanlagður tími iðnaðarveiða Íslendinga aðeins tæplega fimmtíu ár. Aðrar þjóðir gerðu hér út á hval í nærfellt 350 ár. Á síðustu öld náðu gegndarlausar hvalveiðar hámarki og leiddu til víðtækra friðunaraðgerða sem langflestar þjóðir heims styðja. Íslendingar voru sennilega fyrstir þjóða til að ákveða hvalveiðibann og setja þannig markvert og framsýnt fordæmi. Erum við hvalveiðiþjóð? Varla miðað við söguna eða þá staðreynd að aðeins örfá árstörf eru í þessum deyjandi iðnaði.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun