Viðskipti innlent

ESA: Ísland verður að borga Icesave

Íslendingar þurfa að borga lágmarksinnistæðutryggingar vegna Icesave reikninga Landsbankans í Bretlandi og í Hollandi. Þetta er niðurstaða Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, sem kynnti álit sitt á málinu í dag.

Þetta er í samræmi við bréf ESA sem íslensk stjórnvöld fengu í maí í fyrra. Stjórnvöld hér á landi svöruðu því bréfi í maí á þessu ári og eftir að ESA hafði farið yfir rök Íslendinga í málinu komst stofnunin að sömu niðurstöðu og áður, að Íslendingar þurfi að borga, enda hafi þeir gert upp á milli innlendra innistæðueigenda og erlendra. Það sé í andstöðu við evrópureglur og EES samninginn.

Í áliti ESA kemur einnig fram að íslensk stjórnvöld hafi nú þrjá mánuði til þess að bregðast við. Geri þau það ekki mun eftirlitsstofnunin íhuga að fara með málið fyrir EFTA dómstólinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×