ESB aðild í dóm þjóðar nokkrum mánuðum fyrir kosningarnar 2013 Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2011 18:55 Aðildarviðræðum við ESB verður hraðað og er stefnt að því að þjóðaratkvæðagreiðslan verði nokkrum mánuðum fyrir þingkosningar sem eru fyrirhugaðar í apríl 2013. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði með forystumönnum ESB á ríkjaráðstefnunni í júní þegar aðildarviðræður hófust formlega. Össur hefur lýst því yfir að hraða beri viðræðunum. Hefur Stefani Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, verið gerð grein fyrir þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að hraða aðildarviðræðum með það fyrir augum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning nokkrum mánuðum fyrir þingkosningarnar 2013? „Honum var gerð skýr grein fyrir þeirri afstöðu okkar að við vildum hraða viðræðunum og taka inn þessa tvo stóru kafla, sjó og land. En það var ekki gert með það fyrir augum að hafa þjóðaratkvæði á einhverjum tilteknum tíma. Hins vegar hefur það legið fyrir að við vildum gjarnan að málinu yrði lokið með þeim hætti að það væri bæði hægt að hafa öfluga kynningu og ljúka þjóðaratkvæði fyrir næstu alþingiskosningar." Er ekki æskilegt að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarsamninginn fari fram nokkrum mánuðum fyrir næstu þingkosningar til þess að það sé skýrt í hugum kjósenda að þessi tvö mál blandist ekki saman? „Jú, það væri mjög æskilegt ef hægt væri að koma því í kring. Ef það verður hægt að ljúka samningunum nægilega snemma, þá er þetta það sem menn stefna að. Ég hef lagt áherslu á það til dæmis að menn vinni eins hratt og hægt er hér heima, ekki bara að fiskveiðimálunum eins og unnið er að, heldur einnig landbúnaðarmálunum," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Aðildarviðræðum við ESB verður hraðað og er stefnt að því að þjóðaratkvæðagreiðslan verði nokkrum mánuðum fyrir þingkosningar sem eru fyrirhugaðar í apríl 2013. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði með forystumönnum ESB á ríkjaráðstefnunni í júní þegar aðildarviðræður hófust formlega. Össur hefur lýst því yfir að hraða beri viðræðunum. Hefur Stefani Fule, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, verið gerð grein fyrir þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda að hraða aðildarviðræðum með það fyrir augum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning nokkrum mánuðum fyrir þingkosningarnar 2013? „Honum var gerð skýr grein fyrir þeirri afstöðu okkar að við vildum hraða viðræðunum og taka inn þessa tvo stóru kafla, sjó og land. En það var ekki gert með það fyrir augum að hafa þjóðaratkvæði á einhverjum tilteknum tíma. Hins vegar hefur það legið fyrir að við vildum gjarnan að málinu yrði lokið með þeim hætti að það væri bæði hægt að hafa öfluga kynningu og ljúka þjóðaratkvæði fyrir næstu alþingiskosningar." Er ekki æskilegt að þjóðaratkvæðagreiðslan um aðildarsamninginn fari fram nokkrum mánuðum fyrir næstu þingkosningar til þess að það sé skýrt í hugum kjósenda að þessi tvö mál blandist ekki saman? „Jú, það væri mjög æskilegt ef hægt væri að koma því í kring. Ef það verður hægt að ljúka samningunum nægilega snemma, þá er þetta það sem menn stefna að. Ég hef lagt áherslu á það til dæmis að menn vinni eins hratt og hægt er hér heima, ekki bara að fiskveiðimálunum eins og unnið er að, heldur einnig landbúnaðarmálunum," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira