Skoðun

ESB eflir íslenska menningu

Eitt mikilvægasta verkefni hverrar þjóðar er að standa vörð um menningu sína og hefðir. Okkur Íslendingum hefur tekist vel til hvað þetta varðar en betur má ef duga skal í síbreytilegum heimi.

Íslensk menning er evrópsk menning og hefur verið það allt frá því að land byggðist. Áhrif annarra heimshluta á hefðir okkar og menningu voru hverfandi allt þar til að bandarískur her steig hér á land. Amerísk áhrif hafa þó aldrei náð að yfirskyggja evrópska menningararfleifð okkar. Hvert sem litið er blasa við evrópsk menningaráhrif. Þetta á til dæmis við um bókmenntir, leiklist, kvikmyndagerð, sjónvarps- og útvarpsefni, trúmál, íþróttir og tónlist.

Þátttaka í menningaráætlunum ESB í gegnum EES hefur styrkt íslenska menningu. Fjöldi menningarstyrkja sem landsmönnum hefur hlotnast á öllum þessum sviðum ber þessu vitni. Útkoman er öflugra menningarlíf þar sem íslensk þekking og hefðir hafa fengið að njóta sín.

Eitt af markmiðum Evrópusamvinnunnar er að styrkja menningu þjóða Evrópu. ESB stuðlar til dæmis að eflingu allra tungumála og viðhaldi gamalgróinna hefða meðal þjóða sambandsins. Evrópsk menning byggir á virðingu fyrir frelsi og frumkvæði einstaklinga og þjóða.

Eitt öflugasta tæki sem við Íslendingar höfum til að efla enn frekar menningu okkar er að taka virkari þátt í starfi ESB. Þannig náum við að styrkja íslenska menningu enn frekar. Nú er lag.



Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×