ESB stefndi sér í mál gegn Íslandi til að viðhalda trausti á regluverki Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. apríl 2012 19:07 Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu, en ESA heldur því fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að ábyrgjast ekki greiðslur á lágmarkstryggingunni fyrir sparifjáreigendur sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. En hvers vegna tók framkvæmdastjórnin ákvörðun um að gera þetta og mun þetta einhver áhrif hafa á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins? „Með þessu skrefi verndar framkvæmdastjórnin þörfina á skýrleika varðandi skyldur Íslands á sviði fjármálaþjónustu, auk skýrleika og samkvæmni í lögum ESB og EES og lagalegar skyldur EFTA-ríkja og ESB-ríkja. Slíkur skýrleiki er mikilvægur til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar, innri markaðinn og loks á fjármálastöðugleika í Evrópu," segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stano segir að framkvæmdastjórnin líti á þetta mál og aðildarviðræðurnar við ESB sem tvö aðskilin mál. Það sé mikilvægt að fá að hreint hverjar lagalegar skuldbindingar Íslands séu samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta mál sem er fyrir EFTA-dómstólnum tengist á engan hátt umsókn Íslands að ESB heldur er þetta sérstakt lögfræðilegt ferli. Hins vegar verður geta Íslands til að beita reglum um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipun um innistæðutryggingar, vandlega metin á meðan á umsóknarferlinu stendur. Við erum að vinna að framvinduskýrslu og þetta verður sjálfsagt nefnt þar." Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Talsmaður stækkunarstjóra hjá Evrópusambandinu segir að ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að óska eftir því að ganga inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum hafi verið nauðsynleg til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar. Hann segir að ákvörðunin hafi ekki bein áhrif á aðildarviðræður Íslands og ESB. Framkvæmdastjórn ESB hefur óskað eftir því að fá að stefna sér til inn í mál ESA gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu, en ESA heldur því fram að íslenska ríkið hafi brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar og skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum með því að ábyrgjast ekki greiðslur á lágmarkstryggingunni fyrir sparifjáreigendur sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. En hvers vegna tók framkvæmdastjórnin ákvörðun um að gera þetta og mun þetta einhver áhrif hafa á aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins? „Með þessu skrefi verndar framkvæmdastjórnin þörfina á skýrleika varðandi skyldur Íslands á sviði fjármálaþjónustu, auk skýrleika og samkvæmni í lögum ESB og EES og lagalegar skyldur EFTA-ríkja og ESB-ríkja. Slíkur skýrleiki er mikilvægur til að viðhalda trausti á ESB-reglum um innistæðutryggingar, innri markaðinn og loks á fjármálastöðugleika í Evrópu," segir Peter Stano, talsmaður stækkunarstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Stano segir að framkvæmdastjórnin líti á þetta mál og aðildarviðræðurnar við ESB sem tvö aðskilin mál. Það sé mikilvægt að fá að hreint hverjar lagalegar skuldbindingar Íslands séu samkvæmt tilskipun um innistæðutryggingar. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta mál sem er fyrir EFTA-dómstólnum tengist á engan hátt umsókn Íslands að ESB heldur er þetta sérstakt lögfræðilegt ferli. Hins vegar verður geta Íslands til að beita reglum um fjármálaþjónustu, þar á meðal tilskipun um innistæðutryggingar, vandlega metin á meðan á umsóknarferlinu stendur. Við erum að vinna að framvinduskýrslu og þetta verður sjálfsagt nefnt þar."
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Sigmundur Davíð: Rétt viðbrögð væru að gera hlé á viðræðum Ísland ætlar ekki að mótmæla þátttöku framkvæmdastjórnarinnar í málarekstri ESA gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Formaður Framsóknarflokksins segi að rétt viðbrögð íslenskra stjórnvalda væru að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB og lýsa vanþóknun á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. 12. apríl 2012 19:30