ESB tilbúið þegar og ef Ísland vill halda viðræðum áfram Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2014 19:59 Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Matthias Brinkmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi segir sambandið reiðubúið að halda aðildarviðræðum við Ísland áfram þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það. Ákvörðun um næstu skref í málinu sé alfarið Íslands. Sendiherrann segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að ákvörðun um hvað gerist varðandi framhald viðræðna Íslands og Evrópusambandsins sé algerlega Íslands. Evrópusambandið skipti sér ekki af ákvörðunarferlinu á Íslandi. Evrópusambandið yrði tilbúið til að halda aðildarviðræðunum áfram, þegar og ef Ísland tæki ákvörðun um það, en viðurkenni hvaða ákvörðun sem Ísland kunni að taka í þessu máli. José Manuel Barroso forseti Evrópusambandsins sagði eftir fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í Brussel hinn 16. júlí í fyrra að þeir hefðu átt uppbyggilegan fund. „Ég vil tala skýrt: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnar hvað varðar aðildarferlið. Við hlökkum til að fá útskýringar á gildi aðildarumsóknar Íslands að loknu mati íslenska þingsins á stöðu aðildarviðræðnanna sem mun fara fram í haust (2013). Það er í þágu ESB og Íslands að ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli og með hlutlægum og gagnsæjum hætti. En klukkan tifar og það er í þágu okkar allra að þessi ákvörðun sé tekin án frekari tafa,” sagði Barroso. Þetta var í júlí í fyrra en í ályktun Evrópuþingsins frá 7. janúar á þessu ári segir að Evrópuþingið voni að skýrsla Alþingis liggi fyrir sem fyrst og bíði ákvörðunar Íslands, m.a. um það hvort haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna. Við þetta tækifæri sagði Stefan Fule stækkunarstjóri ESB á Evrópuþinginu að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að setja viðræðurnar í hlé og boltinn væri hjá þeim um næstu skref. Framkvæmdastjórn sambandsins væri hins vegar viljug og tilbúin til að ljúka viðræðuferlinu og þess fullviss að hægt væri að ná niðurstöðu sem væri báðum aðilum í hag.Hér er svarMatthias Brinkmann sendiherraeins og það barst fréttastofu á ensku:The decision on what should happen regarding the future of Iceland's membership application is entirely up to Iceland. The EU does not interfere in the Icelandic decision-making process. The EU would be ready to continue the accession negotiations if and when Iceland decides to do so, but will acknowledge whatever decision Iceland takes in the matter.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira