Lífið

Eurovision: Því miður þú átt ekki bókað viðtal - myndband

Ellý Ármanns skrifar

Valgeir Magnússon, umboðsmaður Heru í Osló, stendur vörð um söngkonuna.

Meðfylgjandi myndskeið sem var tekið daginn áður en Valgeir setti Heru í fjölmiðlabann sýnir þegar hann vísar erlendri sjónvarpsstöð frá.

Þá má greinilega sjá að Heru líður ekkert allt of vel með að hann neiti fjölmiðlafólkinu um að ræða við hana líkt og hún sagði við okkur sama dag:

„Ég náttúrulega verð alveg rosa meðvirk og finnst svo erfitt þegar hann er að vísa fólki frá."


Tengdar fréttir

Eurovision: Svona dansa þau á sviðinu - myndband

Bakraddasöngvararnir Erna Hrönn, Pétur Örn Guðmundsson og Heiða Ólafs, voru hress þegar þau sýndu okkur danssporin sem þau stíga í Telenor-höllinni í úrslitakeppni Eurovision á laugardagskvöldið.

Eurovision: Röddin er fín sko - myndband

„Röddin er fín sko. Laaa... já hún er hérna," sagði Erna Hrönn bakraddarsöngkona áður en hún söng fyrir okkur fyrir utan hótelið í Osló þar sem íslenski Eurovision hópur dvelur eftir fyrri rennslisæfinguna sem fram fór í Telenor höllinni í dag. Erna var full af orku á leiðinni að versla eins og hún segir í myndskeiðinu.

Eurovision: Eiríkur Hauks peppar Heru upp - myndband

„Ég er bara að heimsækja Heru og peppa hana aðeins upp fyrir laugardag," segir Eiríkur Hauksson söngvari sem flutti lagið Valentine lost árið 2007 fyrir Íslands hönd en komst ekki upp úr undankeppninni. „Sko lagið er ekki alveg í mínum stíl sko en ég held mikið upp á Heru og lagið er vel samið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×