Enski boltinn

Everton upp fyrir Liverpool | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Everton vann góðan 4-1 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag og komst þar með upp í fjórða sæti deildarinnar og upp fyrir erkifjendur sína í Liverpool.

Liverpool á þó leik til góða gegn Tottenham á morgun en Everton komst með sigrinum upp í 31 stig. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Arsenal.

Leon Osman kom Everton yfir en Dimitar Berbatov jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Everton tryggði sér svo sigurinn með mörkum þeirra Seamus Coleman, Gareth Barry og Kevin Mirallas.

Newcastle og Southampton gerðu 1-1 jafntefli. Yoan Gouffran kom heimamönnum yfir en Jay Rodriguez jafnaði metin fyrir Southampton í síðari hálfleik. Loic Remy fékk gott tækifæri til að tryggja Newcastle í sigurinn en skot hans framhjá.

Newcastle er í sjötta sæti með 27 stig en Southampton er í því áttunda með 24 stig.

Þá gerðu West Ham og Sunderland markalaust jafntefli, Chelsea vann 2-1 sigur á Crystal Palace og Cardiff lagði West Brom, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×