Skoðun

Evrópa

Baldur Þórhallsson skrifar
Menningu okkar og öryggi stendur ógn af vaxandi styrk hægri öfgaflokka og hryðjuverkahópa. Spurt er um alla Evrópu hvernig bregðast eigi við þessari ógn?

Svörin er mörg og margslungin. Hefðbundnar öryggisráðstafanir eru mikilvægar en duga skammt. Einfaldar lausnir eins og lokun landamæra og ákall um einsleitara samfélag hafa aðdráttarafl en eru tímaskekkja. Þær leiða ekki til langtímalausna.

Mikilvægast er að bregðast við þessari ógn efnahags- og menningarlega.

Í fyrsta lagi er grundvallaratriði að missa ekki sjónar á þeim menningarlegu gildum sem sameina okkur. Umræða um trúmál á ekki að yfirskyggja umræðu um mikilvægi lýðræðis og mannréttinda. Við verðum að ávarpa af krafti mikilvægi tjáningarfrelsis og frelsis einstaklingsins. Við verðum að hampa mikilvægi veraldlegrar stjórnunar og hafna með skýrum hætti stjórnarfari sem byggir á trúarsetningum. Hafna verður opinberri trúarinnrætingu. Á sama tíma er grundvallaratriði að virða trúfrelsi einstaklinga sem er ein af grunnstoðum vestrænna lýðræðisríkja.

Í öðru lagi verður að tryggja þær efnahagslegu stoðir sem vestrænt samfélag byggir á, frjálst markaðshagkerfi og velferðarkerfið. Ríki Evrópu verða að taka af miklu meiri festu á atvinnuleysi ungs fólks og skorti á tækifærum til menntunar. Koma verður í veg fyrir að heilu samfélagshóparnir einangrist í fátækt og í samtali við sjálfa sig. Fjölmenningarsamfélög, eins og Ísland, verða að koma á skipulögðum samskiptum á milli ungmenna af ólíkum uppruna. Stjórnun samfélagsins og borgarskipulag verður að taka mið af mikilvægi samskipta ólíkra hópa. Draga verður úr vaxandi misskiptingu.

Að lokum. Hægri öfgamenn beina í vaxandi mæli gagnrýni sinni að möguleikum og frelsi okkar innan Evrópska efnahagssvæðisins til að flytja milli landa í leit að atvinnu og menntun. Aukin áhersla Evrópusambandsins á mannréttindi og frelsi einstaklinga er þeim einnig þyrnir í augum. Með samvinnu ólíkra hópa innan einstakra ríkja og milli þeirra í Evrópusambandinu má draga úr árekstrum, skapa ný tækifæri, bæta menntun og lífskjör.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×