Evrópa og lífræn ræktun Eygló Björk Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2011 06:15 Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um áherslur í landbúnaði undanfarið, t.a.m. í framhaldi af nýlegri þingsályktunartillögu um mótun framleiðslustefnu fyrir lífrænan landbúnað og nú síðast í tengslum við stofnun samtaka lífrænna neytenda. Tilurð samtakanna er í takt við þróun í öðrum löndum þar sem almenningur þrýstir á um úrbætur á sviði matvælaframleiðslu og að teknar séu upp aðferðir sem byggja á gildum lífrænnar ræktunar. Margt bendir til að Ísland sé að verða eftirbátur þeirrar þróunar þegar kemur að vægi lífræns landbúnaðar í heildinni. Hér verður fjallað um þá stefnu sem mótuð hefur verið innan Evrópusambandsins fyrir þessa atvinnugrein og til hvaða aðgerða þar hefur verið gripið til að auka hlutdeild lífrænt vottaðra aðurða í matvælaframleiðslu.Aukin áhersla ESB á lífrænan landbúnaðEftirspurn eftir vottuðum lífrænum matvörum hefur aukist jafnt og þétt í Evrópu á undanförnum 20 -30 árum. Þessi þróun hefur haldist í hendur við aukna kröfu almennings um umhverfisvernd, en í lífrænum landbúnaði er ekki notast við skordýraeitur eða tilbúinn áburð, heldur eru fundnar náttúrulegar leiðir til þess að sporna við ágangi skordýra og auka frjósemi jarðvegs. Þetta m.a. gerir að verkum að lífrænir búskaparhættir þykja best til þess fallnir að sporna gegn mengun grunnvatns, jarðvegs og losun gróðurhúsaloftegunda. Evrópusambandið hefur viðurkennt þetta og kynnti árið 2004 markvissa aðgerðaætlun til að stuðla að fjölgun bænda í lífrænum landbúnaði og auka útbreiðslu lífrænt vottaðra afurða innan Evrópu. Þessi stefnumótun er talinn mikilvægur liður í því að stuðla að sjálfbærni við matvælaframleiðslu, viðhalda lífræðilegri fjölbreytni, tryggja velferð búfjár og heilsu manna. Eitt meginmarkmið þessarar áætlunar er að upplýsa neytendur um kosti lífrænna framleiðsluaðferða og mikilvægi þeirra fyrir umhverfið og ver ESB nú árlega milljónum evra til auglýsingaherferðar undir yfirskriftinni „Good for Nature – good for you" .Staða og nálgun innan ESBNeytendavörumarkaður og viðskipti milli landa með vottaðar lífrænar framleiðsluvörur vex nú hratt í Evrópu. Árið 2008 var um 5% ræktaðs lands varið til lífrænnar ræktunar í löndum ESB að meðaltali. Þar er enn sem komið er mikill munur milli landa þar sem ný-innkomin lönd á borð við Rúmeníu og Búlgaríu eru neðst á listanum með innan við 1% en Austurríki trónir efst á toppnum með rúmlega 15%. Önnur lönd sem náð hafa mjög góðum árangri eru Tékkland, Eistland og Lettland með í kringum 9% og Svíþjóð þar sem hlutfallið er 12%. Aðgerðaáætlun ESB miðar að því að árið 2020 verði 20% af ræktuðu landi í aðildarlöndunum í lífrænni ræktun. Þess má geta að hér á Íslandi er hlutfallið í kringum 1% í dag, og því þarf Ísland að nær 20falda það landssvæði sem varið er til lífrænnar ræktunar á 9 árum, ætli það að fylgja eftir þessari þróun að meðaltali. Lífrænir bændur falla undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB (CAP) þar sem stuðningur til lífrænna bænda er u.þ.b. helmingi hærri en til bænda í hefðbundnum búskap vegna samþættingar styrkja og umhverfisvænna búskaparhátta. En megin forsenda þess að fjölga megi bændum í lífrænum landbúnaði er hins vegar fjárhagslegur stuðningur á meðan verið er að aðlaga búskapinn að lífrænum framleiðsluháttum, þar sem uppskera og afköst geta minnkað tímabundið á meðan á aðlögun stendur. Þessi stuðningur hefur verið sáralítill á Íslandi og aðeins til tveggja ára, samanborið við Evrópusambandslöndin sem miða við 5 ára aðlögunartíma, en nú vinnur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að mótun nýrra reglna til að auðvelda bændum aðlögun að lífrænum búskaparháttum. En meira þarf að koma til en fjárhagslegur stuðningur og er Frakkland gott dæmi um land sem nú nálgast lífrænan landbúnað með heildstæðri stefnu byggða á stuðningi vegna aðlögunar, markvissri upplýsingagjöf til neytenda og samstarfi stofnana og hlutaðeigandi. Allt er þetta undirbyggt með öflugu rannsóknarstarfi vísindamanna og háskóla sem sýna stöðugt fram á mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir framtíðina. Landbúnaðarháskólar í Frakkalandi eru nú skyldugir til að bjóða a.m.k. eina námsbraut á BS eða MS stigi á sviði lífræns landbúnaðar.Tækifæri til framtíðar Ætla má að eftir því sem almenningur verður meðvitaðri um gæði lífrænt vottaðra afurða og mikilvægi þessara framleiðsluaðferða fyrir umhverfið þá muni þessi gæðastimpill hafa æ meiri þýðingu í framtíðinni. Sem betur fer eru neytendur í auknu mæli farnir að leggja að jöfnu upplifun sína á gæðum og áhrif á umhverfi við innkaup á matvælum. Skýr stefnumótun, samhent átak og viðhorfsbreyting stofnana og fagaðila er nauðsynlegt til að koma Íslandi á þá braut að sama áhersla verði lögð á lífrænan landbúnað og matvælaframleiðslu eins og nú er gert í löndunum í kringum okkur. Ekki verður séð til hvaða annarra ráða Ísland ætti að grípa til að undirstrika gæði sinna afurða þegar neytendur á meginlandinu og víðar verða sífellt upplýstari um kosti og nauðsyn lífrænt vottaðra framleiðsluaðferða.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun