Evróvisjón sungið sitt síðasta 26. mars 2013 06:00 Eyþór Ingi mun taka þátt í Eurovision í ár, ekki Evróvisjón. Mynd/ Skjáskot Rúv. „Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og það má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp," segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV. Anna Sigríður sendi út tilmæli á starfsfólk RÚV í síðustu viku þess efnis að nú skuli nota enska orðið Eurovision í stað Evróvisjón. „Þessi umræða kemur upp á hverju ári. Í fyrra gaf ég út að nota skyldi orðið Evróvisjón en nú hef ég dregið það til baka," segir Anna Sigríður. Hún segir rökin fyrir ákvörðuninni vera þrenn. Að aðstandendur Eurovision leggi mikla áherslu á vörumerkið, því að hérlendis tíðkist yfirleitt ekki að íslenska erlend vörumerki og því að orðið Evróvisjón sé bara hálf íslenskt. „Fyrri hluti orðsins, evró, er góður og gildur en síðari hlutinn, visjón, er hins vegar ekki orð og lagar sig ekki að íslenskri málfræði," segir hún. Orðið Evróvisjón hefur verið notað í daglegu tali hérlendis um langt skeið þar sem íslenskt heiti keppninnar, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þykir langt og óþjált. Spurð hvort henni finnist hún vera að breyta sögunni með að taka orðið út segir Anna Sigríður svo ekki vera. „Það virðast samt flestir vera ánægðir með þessa ákvörðun. Svo verðum við að sjá til. Ef einhver kemur með snjallt íslenskt heiti gæti þessi ákvörðun verið endurskoðuð," segir hún kát. Undirbúningur fyrir Eurovision er nú á fullu hjá RÚV og opnuð hefur verið síða fyrir keppnina á vefsíðu ruv.is. Þar er meðal annars að finna netútvarp þar sem aðdáendur geta hlustað á gömul og ný Eurovision-lög út í eitt.- trs Tónlist Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Orðið Evróvisjón hefur verið notað alllengi og það má eiginlega segja að það hafi verið tilraun sem ekki gekk upp," segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV. Anna Sigríður sendi út tilmæli á starfsfólk RÚV í síðustu viku þess efnis að nú skuli nota enska orðið Eurovision í stað Evróvisjón. „Þessi umræða kemur upp á hverju ári. Í fyrra gaf ég út að nota skyldi orðið Evróvisjón en nú hef ég dregið það til baka," segir Anna Sigríður. Hún segir rökin fyrir ákvörðuninni vera þrenn. Að aðstandendur Eurovision leggi mikla áherslu á vörumerkið, því að hérlendis tíðkist yfirleitt ekki að íslenska erlend vörumerki og því að orðið Evróvisjón sé bara hálf íslenskt. „Fyrri hluti orðsins, evró, er góður og gildur en síðari hlutinn, visjón, er hins vegar ekki orð og lagar sig ekki að íslenskri málfræði," segir hún. Orðið Evróvisjón hefur verið notað í daglegu tali hérlendis um langt skeið þar sem íslenskt heiti keppninnar, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, þykir langt og óþjált. Spurð hvort henni finnist hún vera að breyta sögunni með að taka orðið út segir Anna Sigríður svo ekki vera. „Það virðast samt flestir vera ánægðir með þessa ákvörðun. Svo verðum við að sjá til. Ef einhver kemur með snjallt íslenskt heiti gæti þessi ákvörðun verið endurskoðuð," segir hún kát. Undirbúningur fyrir Eurovision er nú á fullu hjá RÚV og opnuð hefur verið síða fyrir keppnina á vefsíðu ruv.is. Þar er meðal annars að finna netútvarp þar sem aðdáendur geta hlustað á gömul og ný Eurovision-lög út í eitt.- trs
Tónlist Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira