Exeter-menn sýknaðir Boði Logason skrifar 29. júní 2011 10:25 Frá héraðsdómi í dag Mynd/BL Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Saksóknari segir að það sé í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun verjenda þremenningana eru 10,9 milljónir króna og skulu þau vera greidd úr ríkissjóði. Þrír dómarar kváðu upp dóminn: Arngrímur Ísberg og Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómarar og Einar Ingimundarson héraðsdómslögmaður og hagfræðingur. Arngrímur og Einar vildu sýkna þremenninga en Ragnheiður skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Jón Þorsteinn og Ragnar Z. en sýkna Styrmi Þór. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka. Ólafur Eiríksson, verjandi Ragnars, sagði við aðalmeðferð málsins að ásakanir á hendur Ragnari væri „tilbúin atburðarás" saksóknarans. Fráleitt væri að halda því fram að Ragnar hefði verið tilbúinn að eyðileggja mannorð sitt og valda vinnuveitanda sínum tjóni upp á einn milljarð til að bjarga einkahlutafélagi sínu sem hann hefði ekki verið í persónulegri ábyrgð fyrir. Exeter málið er fyrsta mál sérstaks saksóknara sem hefur verið ákært í. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi. Saksóknari segir að það sé í höndum ríkissaksóknara að ákveða hvort að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun verjenda þremenningana eru 10,9 milljónir króna og skulu þau vera greidd úr ríkissjóði. Þrír dómarar kváðu upp dóminn: Arngrímur Ísberg og Ragnheiður Harðardóttir héraðsdómarar og Einar Ingimundarson héraðsdómslögmaður og hagfræðingur. Arngrímur og Einar vildu sýkna þremenninga en Ragnheiður skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Jón Þorsteinn og Ragnar Z. en sýkna Styrmi Þór. Málið snýst um 1100 milljóna króna lán sem Byr veitti Exeter Holding á seinni hluta ársins 2008. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði. Jón og Ragnar voru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu lánað félaginu Exeter Holding upphæðina að kaupa stofnfjárbréf í Byr af þeim sjálfum, öðrum stjórnendum Byrs og MP banka. Styrmir var ákærður fyrir hlutdeild í brotunum og peningaþvætti fyrir að taka við fénu sem greiðslu á skuldum við MP banka. Ólafur Eiríksson, verjandi Ragnars, sagði við aðalmeðferð málsins að ásakanir á hendur Ragnari væri „tilbúin atburðarás" saksóknarans. Fráleitt væri að halda því fram að Ragnar hefði verið tilbúinn að eyðileggja mannorð sitt og valda vinnuveitanda sínum tjóni upp á einn milljarð til að bjarga einkahlutafélagi sínu sem hann hefði ekki verið í persónulegri ábyrgð fyrir. Exeter málið er fyrsta mál sérstaks saksóknara sem hefur verið ákært í. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni hér.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira