Innlent

Eyjafjallajökull: Askan komin til Reykjavíkur

MYND/Stefán Karlsson

Aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli er farin að falla á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars hjá Verðurstofunni í Öskjuhlíð. Þá hefur ösku víðar orðið vart, þar sem hún hefur ekki fallið áður. Íbúar á Hvolsvelli vöknuðu upp við svarta rigningu í morgun.

Eftir gríðarmikið Öskufall undri Eyjafjöllum í gærkvöldi, þar sem nokkrar fjölskylldur flýðu heimili sín, tók aska að falla í Fljótshlíðinni í nótt, í mun meira mæli en gerst hefur hingað til. Síðan færðist öskufalllið niður yfir Hvolsvöll, Hellu og í breiðum geira eftir Suðurlandinu, sem náði allt upp í Grímsnes og niður að sjó.Þá varð ösku vart á Hellisheiði á leið sinni til höfuðborgarsvæðisins, þar sem hennar varð vart skömmu síðar.

Það er þó í margfalt minna mæli en í grennd við gosstöðvarnar. Gosmökkurinn nær líka hærra upp en undanfarna daga, eða í rúmlega 30 þúsund feta hæð, sem er um það bil níu kílómetrar. Ekkert lát er á gosvirkninni í jöklinum og í gærkvöldi sáust miklar eldglæringar, eða blossar í öskumekkinum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×