Erlent

Látnum vegna flóðanna fjölgar enn

Minnst 170 hafa farist í flóðunum í Þýskalandi og Belgíu. Hundruða er enn saknað eða ekki hægt að koma í öruggt skjól enda hafa flóðin rústað vegum og brúm á svæðunum sem eru verst farin. 

Erlent

Rússnesk kosning í Sýrlandi

Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna. 

Erlent

Tón­list bönnuð á My­konos vegna Co­vid

Yfirvöld í Grikklandi tilkynntu í dag nýjar takmarkanir vagna kórónuveirufaraldursins. Takmarkanirnar eiga við grísku ferðamannaeyjuna Mykonos en þær fela í sér meðal annars bann við tónlist á veitingastöðum og krám.

Erlent

Af­léttingar á Bret­landi eiga ekki við ferða­langa frá Frakk­landi

Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu.

Erlent

„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða

Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. 

Erlent

Dæmdur fyrir morðið á þrettán ára syni sínum

Mark Redwine var í dag dæmdur fyrir morðið Dylan Redwine, þrettán ára gömlum syni sínum. Dylan hvarf sporlaust árið 2012, skömmu eftir að hann hafði fundið myndir af föður sínum í kvenmannsnærfötum að borða saur upp úr bleyju.

Erlent

Eif­fel-turninn opnaður á ný

Einn allra vinsælasti ferðamannastaður Frakklands, Eiffel turninn í París, var opnaður að nýju í dag eftir níu mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Turninn var opnaður þrátt fyrir að sóttvarnaraðgerðir hafi verið hertar nokkuð í vikunni vegna Delta-afbrigðisins.

Erlent

„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi

Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki.

Erlent

Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit

Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega.

Erlent

Önnur flugvél brotlent í Rússlandi

Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn.

Erlent

Blaðamaður Reuters felldur í átökum við Talibana

Danish Siddiqui, blaðamaður og ljósmyndari Reuters fréttaveitunnar, féll í bardögum stjórnarhers Afganistans og Talibana við landamæri Afganistans og Pakistans í morgun. Siddiqui var á ferð með afgönskum hermönnum þar sem þeir reyndu að ná aftur tökum á bænum Spin Boldak.

Erlent

Nýjar aðgerðir kynntar á Kanaríeyjum

Nýjar aðgerðir voru kynntar á Kanaríeyjum rétt í þessu og má ætla að hópur Íslendinga hafi fylgst stressaður með, þar sem margir hafa bókað sér ferð í sólina í sumar.

Erlent