Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar í kvöld fjöllum við um 1,2 milljarða króna sekt sem Íslandsbanki hefur samþykkt að greiða vegna brota á reglum við framkvæmd á útboði á hlut ríkisins í bankanum á síðasta ári. Bankastjórinn íhugar ekki stöðu sína en vildi ekki tjá sig við fréttastofu um hvort starfsfólki hefði verið sagt upp vegna málsins.

Innlent

Þyngdu nauðgunar­dóm yfir Finni

Landsréttur hefur með dómi sínum í dag þyngt fangelsisdóm yfir Finni Þ. Gunnþórssyni um sex mánuði fyrir að hafa nauðgað konu í nóvember 2019. Héraðsdómur hafði dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi og taldi að seinagangur hjá lögreglu við skýrslutökur hafi ekki spillt vörn hans. 

Innlent

Dómar í salt­dreifara­málinu mildaðir um tvö ár

Dómar þeirra Halldórs Margeirs Ólafssonar og Ólafs Ágústs Hraundal fyrir hlut þeirra í saltdreifaramálinu svokallaða voru mildaðir um tvö ár í Landsrétti í dag. Í héraði voru þeir dæmdir til þyngstu mögulegu refsingar, tólf ára fangelsisvistar. Aðrir dómar í málinu voru einnig mildaðir um tvö ár og einn var skilorðsbundinn.

Innlent

„Hvalir fylla enga sali“

„Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“

Innlent

Bankastjóri íhugar ekki að segja af sér

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, íhugar ekki að segja af sér þrátt fyrir að bankinn hafi gerst sekur um alvarlegt lögbrot og verið gert að greiða 1,16 milljarða króna sekt. Þingmaður segir útskýringar stjórnar bankans tilraun til að afvegaleiða umræðuna. 

Innlent

Búrfellslundur settur í bið og óvissa um Hvammsvirkjun

Uppbygging vindorkuvera hérlendis er í uppnámi eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur setti Búrfellslund, sem Landsvirkjun áformar, í biðstöðu. Sveitarstjórnin hyggst með þessu knýja á um að sveitarfélög og nærsamfélög fái hærri tekjur af orkuverum.

Innlent

Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi

Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

Innlent

Í­búar ó­sáttir við grjót­haug á stærð við í­búðar­hús

Í­búar í Selja­hverfi í Reykja­vík eru ó­sáttir við grjót­haug sem safnast hefur upp á horni Álfa­bakka og Ár­skóga í hverfinu vegna fram­kvæmda. For­maður í­búa­ráðs bíður svara frá um­hverfis-og skipu­lags­ráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. 

Innlent

Vildi vernda starfs­menn fyrir á­rásum Kol­brúnar

For­maður borgar­ráðs segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að vernda starfs­menn borgarinnar á borgar­ráðs­fundi í gær. Odd­viti Flokks fólksins er ó­sáttur við að hafa ekki fengið að leggja fram bókun vegna um­deildra sam­skipta starfs­manna sem odd­vitinn segir ekki spretta upp í tóma­rúmi. 

Innlent

„Mér fannst þetta góður fundur“

Svandís Svavarsdóttir hefur ekki áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu þrátt fyrir hörð orð úr átt Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á hitafundi um hvalveiðar í kvöld. Ákvörðun hennar um frestun hvalveiða hafi verið fagleg og vel undirbyggð þó tímasetningin hafi verið óheppileg.

Innlent