Innlent

Niceair gjald­þrota

Stjórn flugfélagsins Niceair ætlar að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta. Stjórnin harmar aðstæðurnar en segir að allar kröfur muni fara í lögformlegan farveg.

Innlent

Stór­aukið mynda­véla­eftir­lit í mið­borginni

Myndavélar sem keyptar voru í tilefni leiðtogafundar Evrópuráðsins verða ekki fjarlægðar. 24 nýjar vélar voru keyptar að sögn upplýsingafulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur miklar áhyggjur af auknu eftirliti.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins, en á þriðja tug öryggismyndavéla sem settar voru upp fara hvergi. Við gerum leiðtogafundinn upp í fréttatímanum og ræðum aukið myndavélaeftirlit í kjölfar fundar við borgarfulltrúa í beinni útsendingu.

Innlent

Heitasti dagur ársins í dag

Hiti fór yfir tuttugu stig á Austurlandi í dag og var dagurinn því sá heitasti ársins. Á Egilsstaðaflugvelli mældist hitinn 20,6 rétt eftir klukkan 12:00.

Innlent

Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur

Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð.

Innlent

Starfs­­menn og nem­endur mót­­mæla fyrirhugaðri sameiningu Kvennó og MS

Nemendur og kennarar við Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund mótmæla fyrirhuguðum samruna skólanna og segja mennta- og barnamálaráðuneytið taka stór skref án samráðs og aðkomu nemenda og starfsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema, nemendur skólanna beggja og kennarar hafa boðið til mótmæla í dag sem hefjast klukkan eitt í dag fyrir utan mennta- og barnamálaráðuneytið. Skólameistari Kvennaskólans segir alveg ljóst að mikil andstaða sé við hugmyndina.

Innlent

Ó­vinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni

Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um banaslysið sem varð við Arnastapa í gær en þar lét íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lífið þegar hann féll fram af bjargbrún.

Innlent

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.

Innlent

Alvarlegt slys á Arnarstapa

Björgunarsveitarfólk frá Hellissandi tók þátt í miklum aðgerðum á Arnarstapa vegna alvarlegs slyss sem varð þar í gær. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um slysið.

Innlent

Hundruð dauðra fugla í fjörunni á Fitjum í Njarð­vík

Tæp­lega hundrað ritur auk nokkurra dauðra gæsa og álfta fundust dauðar í sjávar­málinu og við tjarnirnar á Fitjum í Njarð­vík. Mein­dýra­eyðir segir að hræjum fuglanna hafi verið komið yfir til Mat­væla­stofnunar til rann­sóknar. Sér­fræðingar Mat­væla­stofnunar hafa áður viðrað á­hyggjur sínar af ó­út­skýrðum fjölda­dauða rita.

Innlent

Fara með hval­veiði­leyfi til EFTA

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við.

Innlent